Viðskipti erlent

Evrópa að tapa gegn SpaceX

Samúel Karl Ólason skrifar
Í september í fyrra kölluðu forsvarsmenn geim-iðnaðarins í Evrópu eftir því að ríki Evrópu nýttu sér frekar þjónustu Arianespace en samkeppnisaðila þeirra, því mikilvægt væri að tryggja þróun eldflaugarinnar frekara fjármagn.
Í september í fyrra kölluðu forsvarsmenn geim-iðnaðarins í Evrópu eftir því að ríki Evrópu nýttu sér frekar þjónustu Arianespace en samkeppnisaðila þeirra, því mikilvægt væri að tryggja þróun eldflaugarinnar frekara fjármagn. Vísir/ESA
Þegar ný geimflaug Evrópu, Ariane 6, fer í jómfrúarflug sitt á næsta ári verður hún þegar orðin úreld. Franska fyrirtækið Arianespace vinnur að þróun og smíði eldflaugarinnar en Ríkisendurskoðun Frakklands segir að eldflaugin byggi á gamalli tækni og verði ósamkeppnishæf og þá sérstaklega gagnvart fyrirtækjum í Bandaríkjunum eins og SpaceX. Nauðsynlegt sé að endurskoða verkefnið í heild sinni.

Ekki verður hægt að endurnýta Ariane 6, eins og eldflaugar SpaceX, og því getur bandaríska fyrirtækið boðið mun lægra verð fyrir hvert geimskot. Hvort sem það snýr að því að koma gervihnöttum á braut um jörðu, birgðum til geimstöðvarinnar eða mögulega innan nokkra ára, komið mönnum út í geim.

Ríkisendurskoðun Frakklands segir Evrópu ekki búa yfir þeirri tækni sem til þarf að lenda eldflaugum aftur, samkvæmt Le Figaro.



Þróun eldflaugar NASA, Space Launch System (SLS) hefur lent í álíka vandræðum. Sú vinna hefur kostað mun meira en upprunalega var áætlað og hefur jómfrúarflugi hennar ítrekað verið frestað.

Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp



Í september í fyrra kölluðu forsvarsmenn geim-iðnaðarins í Evrópu eftir því að ríki Evrópu nýttu sér frekar þjónustu Arianespace en samkeppnisaðila þeirra, því mikilvægt væri að tryggja þróun eldflaugarinnar frekara fjármagn.

Stephane Israel, framkvæmdastjóri Arianespace, sagði þá að Evrópa þyrfti að gera eins og gert sé í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Evrópa þyrfti að notast við evrópskar geimflaugar því mikilvægt væri að ríki Evrópu væru sjálfbær þegar kæmi að því að senda farm út í geim.



Ríkisendurskoðun Frakklands tekur að miklu leyti undir það. Samræma þurfi geimskota-kaup Evrópu og ríki þurfi að kaupa fleiri geimskot. Til að tryggja sjálfbærni Evrópu þurfi meiri fjárfestingu.


Tengdar fréttir

Geimskot séð utan úr geimnum

Geimskot rússnesku geimflaugarinnar MS-10 var tekið upp af geimfaranum Alexander Gerst sem staddur var í Alþjóðlegu geimstöðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×