Söngvari Prodigy sá sautjándi sem kveður eftir mark frá Aaron Ramsey Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 09:30 Stórhættuleg eru mörkin sem Aaron Ramsey skorar. vísir/getty Ramsey-bölvunin er hugtak sem á við um mörkin sem að Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, skorar en þessi annars ágæti miðjumaður er heimsþekktum einstaklingum stórhættulegur. Ramsey greyið þarf þann djöful að draga að nánast í hvert sinn sem að hann kemur boltanum í netið deyr heimsþekktur einstaklingur nánast næsta dag en nú síðast skoraði hann um helgina á móti Tottenham og í gær féll Keith Flint, söngvari Prodigy, frá en hann framdi sjálfsvíg. Flint er sá 17. sem að kveður þessa jörð eftir mark frá Aaron Ramsey en Walesverjinn heldur til Juventus eftir tímabilið og er spurning hvort að bölvunin fylgi honum til Tórínó. En, hvar hófst þetta allt saman? Hér eru þeir sautján sem Ramsey hefur sent í gröfina samkvæmt bölvuninni.Steve Jobs dó eftir mark Ramsey.Vísir/GettyFrumkvöðull kveður22. ágúst 2009 skorar Ramsey á móti Portsmouth og þremur dögum síðar fellur Ted Kennedy, öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, frá.1. maí 2011 skorar Ramsey á móti Manchester United á Emirates-vellinum og með því marki gerir hann heimsbyggðinni mikinn greiða en degi síðar er hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden felldur af bandarískum hermönnum.2. október 2011 skorar Ramsey í Norður-Lundúnaslagnum á móti Tottenham og þremur dögum síðar verður tæknigeirinn fyrir reiðarslagi þegar að forstjóri Apple, Steve Jobs, lætur lífið.19. október 2011 skorar Ramsey svo í uppbótartíma í Meistaradeildinni á móti Marseille og degi síðar deyr Muammar Gaddafi.11. febrúar 2012 skorar Ramsey fallegt mark á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og þá fellur fyrsti tónlistarmaðurinn frá vegna bölvuninnar en rödd sinnar kynslóðar, Whitney Houston, finnst látin sama dag.David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið.vísir/gettyLeikarar og söngvarar21. mars 2013 skorar Ramsey úr vítaspyrnu fyrir Wales í nágrannaslag á móti Skotlandi og degi síðar þarf körfuboltaheimurinn að kveðja Ray Williams, fyrrverandi leikmann New York Knicks. Daginn eftir það fellur svo olíurisinn og milljarðamæringurinn Boris Berezovsky frá.30. nóvember 2013 skorar Ramsey á móti uppeldisfélaginu Cardiff en það var skelfilegt mark fyrir aðdáendur myndanna The Fast And The Furious því sama dag deyr leikarinn Paul Walker í bílslysi.10. ágúst 2014 skorar Ramsey í leiknum um Samfélagsskjöldin á móti Manchester City en því marki fylgir andlát bandaríska grínarans og óskarsverðlaunaleikarans Robins Williams. Hann féll frá degi síðar.9. janúar 2016 skorar Ramsey aftur á móti Sunderland og aftur kveður stórstjarna úr tónlistarheiminum en 10. janúar varð David Bowie allur.13. janúar 2016 skorar Ramsey í stórleik á móti Liverpool og aðdáendur Harry Potter verða fyrir áfalli degi síðar þegar að leikarinn Alan Rickman (Professor Snape) deyr.Stephen Hawking var einn gáfaðasti maður sögunnar.Vísir/AFPBreski Hemmi Gunn og Hawking5. mars skorar Ramsey öðru sinni í Lundúnarslag á móti Tottenham en það mark kostar Nancy Reagan, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lífið. Hún dó degi síðar.11. ágúst 2017 skorar Ramsey á móti Leicester og viku síðar fellur frá breska sjónvarpsgoðsögnin Bruce Forsyth. Þetta var svipaður skellur fyrir Breta og þegar að Ísland missti Hemma Gunn.8. mars 2018 skorar Ramsey í Evrópudeildinni á móti AC Milan og degi síðar deyr breski grínistinn Sir Ken Dodd. Sex dögum eftir markið fellur frá vísindamaðurinn Stephen Hawking.5. apríl 2018 skorar Ramsey tvívegis á móti CSKA Moskvu og sama kvöld deyr Eric Bristow, einn besti pílukappi sögunnar.2. mars 2019 skorar Ramsey enn og aftur á móti Tottenham og tveimur dögum síðar finnst Keith Flint, söngvari Prodigy, látinn heima hjá sér.Byggt á grein The Express.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30 Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Ramsey-bölvunin er hugtak sem á við um mörkin sem að Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, skorar en þessi annars ágæti miðjumaður er heimsþekktum einstaklingum stórhættulegur. Ramsey greyið þarf þann djöful að draga að nánast í hvert sinn sem að hann kemur boltanum í netið deyr heimsþekktur einstaklingur nánast næsta dag en nú síðast skoraði hann um helgina á móti Tottenham og í gær féll Keith Flint, söngvari Prodigy, frá en hann framdi sjálfsvíg. Flint er sá 17. sem að kveður þessa jörð eftir mark frá Aaron Ramsey en Walesverjinn heldur til Juventus eftir tímabilið og er spurning hvort að bölvunin fylgi honum til Tórínó. En, hvar hófst þetta allt saman? Hér eru þeir sautján sem Ramsey hefur sent í gröfina samkvæmt bölvuninni.Steve Jobs dó eftir mark Ramsey.Vísir/GettyFrumkvöðull kveður22. ágúst 2009 skorar Ramsey á móti Portsmouth og þremur dögum síðar fellur Ted Kennedy, öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, frá.1. maí 2011 skorar Ramsey á móti Manchester United á Emirates-vellinum og með því marki gerir hann heimsbyggðinni mikinn greiða en degi síðar er hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden felldur af bandarískum hermönnum.2. október 2011 skorar Ramsey í Norður-Lundúnaslagnum á móti Tottenham og þremur dögum síðar verður tæknigeirinn fyrir reiðarslagi þegar að forstjóri Apple, Steve Jobs, lætur lífið.19. október 2011 skorar Ramsey svo í uppbótartíma í Meistaradeildinni á móti Marseille og degi síðar deyr Muammar Gaddafi.11. febrúar 2012 skorar Ramsey fallegt mark á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og þá fellur fyrsti tónlistarmaðurinn frá vegna bölvuninnar en rödd sinnar kynslóðar, Whitney Houston, finnst látin sama dag.David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið.vísir/gettyLeikarar og söngvarar21. mars 2013 skorar Ramsey úr vítaspyrnu fyrir Wales í nágrannaslag á móti Skotlandi og degi síðar þarf körfuboltaheimurinn að kveðja Ray Williams, fyrrverandi leikmann New York Knicks. Daginn eftir það fellur svo olíurisinn og milljarðamæringurinn Boris Berezovsky frá.30. nóvember 2013 skorar Ramsey á móti uppeldisfélaginu Cardiff en það var skelfilegt mark fyrir aðdáendur myndanna The Fast And The Furious því sama dag deyr leikarinn Paul Walker í bílslysi.10. ágúst 2014 skorar Ramsey í leiknum um Samfélagsskjöldin á móti Manchester City en því marki fylgir andlát bandaríska grínarans og óskarsverðlaunaleikarans Robins Williams. Hann féll frá degi síðar.9. janúar 2016 skorar Ramsey aftur á móti Sunderland og aftur kveður stórstjarna úr tónlistarheiminum en 10. janúar varð David Bowie allur.13. janúar 2016 skorar Ramsey í stórleik á móti Liverpool og aðdáendur Harry Potter verða fyrir áfalli degi síðar þegar að leikarinn Alan Rickman (Professor Snape) deyr.Stephen Hawking var einn gáfaðasti maður sögunnar.Vísir/AFPBreski Hemmi Gunn og Hawking5. mars skorar Ramsey öðru sinni í Lundúnarslag á móti Tottenham en það mark kostar Nancy Reagan, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lífið. Hún dó degi síðar.11. ágúst 2017 skorar Ramsey á móti Leicester og viku síðar fellur frá breska sjónvarpsgoðsögnin Bruce Forsyth. Þetta var svipaður skellur fyrir Breta og þegar að Ísland missti Hemma Gunn.8. mars 2018 skorar Ramsey í Evrópudeildinni á móti AC Milan og degi síðar deyr breski grínistinn Sir Ken Dodd. Sex dögum eftir markið fellur frá vísindamaðurinn Stephen Hawking.5. apríl 2018 skorar Ramsey tvívegis á móti CSKA Moskvu og sama kvöld deyr Eric Bristow, einn besti pílukappi sögunnar.2. mars 2019 skorar Ramsey enn og aftur á móti Tottenham og tveimur dögum síðar finnst Keith Flint, söngvari Prodigy, látinn heima hjá sér.Byggt á grein The Express.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30 Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30
Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31