Söngvari Prodigy sá sautjándi sem kveður eftir mark frá Aaron Ramsey Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 09:30 Stórhættuleg eru mörkin sem Aaron Ramsey skorar. vísir/getty Ramsey-bölvunin er hugtak sem á við um mörkin sem að Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, skorar en þessi annars ágæti miðjumaður er heimsþekktum einstaklingum stórhættulegur. Ramsey greyið þarf þann djöful að draga að nánast í hvert sinn sem að hann kemur boltanum í netið deyr heimsþekktur einstaklingur nánast næsta dag en nú síðast skoraði hann um helgina á móti Tottenham og í gær féll Keith Flint, söngvari Prodigy, frá en hann framdi sjálfsvíg. Flint er sá 17. sem að kveður þessa jörð eftir mark frá Aaron Ramsey en Walesverjinn heldur til Juventus eftir tímabilið og er spurning hvort að bölvunin fylgi honum til Tórínó. En, hvar hófst þetta allt saman? Hér eru þeir sautján sem Ramsey hefur sent í gröfina samkvæmt bölvuninni.Steve Jobs dó eftir mark Ramsey.Vísir/GettyFrumkvöðull kveður22. ágúst 2009 skorar Ramsey á móti Portsmouth og þremur dögum síðar fellur Ted Kennedy, öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, frá.1. maí 2011 skorar Ramsey á móti Manchester United á Emirates-vellinum og með því marki gerir hann heimsbyggðinni mikinn greiða en degi síðar er hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden felldur af bandarískum hermönnum.2. október 2011 skorar Ramsey í Norður-Lundúnaslagnum á móti Tottenham og þremur dögum síðar verður tæknigeirinn fyrir reiðarslagi þegar að forstjóri Apple, Steve Jobs, lætur lífið.19. október 2011 skorar Ramsey svo í uppbótartíma í Meistaradeildinni á móti Marseille og degi síðar deyr Muammar Gaddafi.11. febrúar 2012 skorar Ramsey fallegt mark á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og þá fellur fyrsti tónlistarmaðurinn frá vegna bölvuninnar en rödd sinnar kynslóðar, Whitney Houston, finnst látin sama dag.David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið.vísir/gettyLeikarar og söngvarar21. mars 2013 skorar Ramsey úr vítaspyrnu fyrir Wales í nágrannaslag á móti Skotlandi og degi síðar þarf körfuboltaheimurinn að kveðja Ray Williams, fyrrverandi leikmann New York Knicks. Daginn eftir það fellur svo olíurisinn og milljarðamæringurinn Boris Berezovsky frá.30. nóvember 2013 skorar Ramsey á móti uppeldisfélaginu Cardiff en það var skelfilegt mark fyrir aðdáendur myndanna The Fast And The Furious því sama dag deyr leikarinn Paul Walker í bílslysi.10. ágúst 2014 skorar Ramsey í leiknum um Samfélagsskjöldin á móti Manchester City en því marki fylgir andlát bandaríska grínarans og óskarsverðlaunaleikarans Robins Williams. Hann féll frá degi síðar.9. janúar 2016 skorar Ramsey aftur á móti Sunderland og aftur kveður stórstjarna úr tónlistarheiminum en 10. janúar varð David Bowie allur.13. janúar 2016 skorar Ramsey í stórleik á móti Liverpool og aðdáendur Harry Potter verða fyrir áfalli degi síðar þegar að leikarinn Alan Rickman (Professor Snape) deyr.Stephen Hawking var einn gáfaðasti maður sögunnar.Vísir/AFPBreski Hemmi Gunn og Hawking5. mars skorar Ramsey öðru sinni í Lundúnarslag á móti Tottenham en það mark kostar Nancy Reagan, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lífið. Hún dó degi síðar.11. ágúst 2017 skorar Ramsey á móti Leicester og viku síðar fellur frá breska sjónvarpsgoðsögnin Bruce Forsyth. Þetta var svipaður skellur fyrir Breta og þegar að Ísland missti Hemma Gunn.8. mars 2018 skorar Ramsey í Evrópudeildinni á móti AC Milan og degi síðar deyr breski grínistinn Sir Ken Dodd. Sex dögum eftir markið fellur frá vísindamaðurinn Stephen Hawking.5. apríl 2018 skorar Ramsey tvívegis á móti CSKA Moskvu og sama kvöld deyr Eric Bristow, einn besti pílukappi sögunnar.2. mars 2019 skorar Ramsey enn og aftur á móti Tottenham og tveimur dögum síðar finnst Keith Flint, söngvari Prodigy, látinn heima hjá sér.Byggt á grein The Express.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30 Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Ramsey-bölvunin er hugtak sem á við um mörkin sem að Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, skorar en þessi annars ágæti miðjumaður er heimsþekktum einstaklingum stórhættulegur. Ramsey greyið þarf þann djöful að draga að nánast í hvert sinn sem að hann kemur boltanum í netið deyr heimsþekktur einstaklingur nánast næsta dag en nú síðast skoraði hann um helgina á móti Tottenham og í gær féll Keith Flint, söngvari Prodigy, frá en hann framdi sjálfsvíg. Flint er sá 17. sem að kveður þessa jörð eftir mark frá Aaron Ramsey en Walesverjinn heldur til Juventus eftir tímabilið og er spurning hvort að bölvunin fylgi honum til Tórínó. En, hvar hófst þetta allt saman? Hér eru þeir sautján sem Ramsey hefur sent í gröfina samkvæmt bölvuninni.Steve Jobs dó eftir mark Ramsey.Vísir/GettyFrumkvöðull kveður22. ágúst 2009 skorar Ramsey á móti Portsmouth og þremur dögum síðar fellur Ted Kennedy, öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, frá.1. maí 2011 skorar Ramsey á móti Manchester United á Emirates-vellinum og með því marki gerir hann heimsbyggðinni mikinn greiða en degi síðar er hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden felldur af bandarískum hermönnum.2. október 2011 skorar Ramsey í Norður-Lundúnaslagnum á móti Tottenham og þremur dögum síðar verður tæknigeirinn fyrir reiðarslagi þegar að forstjóri Apple, Steve Jobs, lætur lífið.19. október 2011 skorar Ramsey svo í uppbótartíma í Meistaradeildinni á móti Marseille og degi síðar deyr Muammar Gaddafi.11. febrúar 2012 skorar Ramsey fallegt mark á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og þá fellur fyrsti tónlistarmaðurinn frá vegna bölvuninnar en rödd sinnar kynslóðar, Whitney Houston, finnst látin sama dag.David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið.vísir/gettyLeikarar og söngvarar21. mars 2013 skorar Ramsey úr vítaspyrnu fyrir Wales í nágrannaslag á móti Skotlandi og degi síðar þarf körfuboltaheimurinn að kveðja Ray Williams, fyrrverandi leikmann New York Knicks. Daginn eftir það fellur svo olíurisinn og milljarðamæringurinn Boris Berezovsky frá.30. nóvember 2013 skorar Ramsey á móti uppeldisfélaginu Cardiff en það var skelfilegt mark fyrir aðdáendur myndanna The Fast And The Furious því sama dag deyr leikarinn Paul Walker í bílslysi.10. ágúst 2014 skorar Ramsey í leiknum um Samfélagsskjöldin á móti Manchester City en því marki fylgir andlát bandaríska grínarans og óskarsverðlaunaleikarans Robins Williams. Hann féll frá degi síðar.9. janúar 2016 skorar Ramsey aftur á móti Sunderland og aftur kveður stórstjarna úr tónlistarheiminum en 10. janúar varð David Bowie allur.13. janúar 2016 skorar Ramsey í stórleik á móti Liverpool og aðdáendur Harry Potter verða fyrir áfalli degi síðar þegar að leikarinn Alan Rickman (Professor Snape) deyr.Stephen Hawking var einn gáfaðasti maður sögunnar.Vísir/AFPBreski Hemmi Gunn og Hawking5. mars skorar Ramsey öðru sinni í Lundúnarslag á móti Tottenham en það mark kostar Nancy Reagan, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lífið. Hún dó degi síðar.11. ágúst 2017 skorar Ramsey á móti Leicester og viku síðar fellur frá breska sjónvarpsgoðsögnin Bruce Forsyth. Þetta var svipaður skellur fyrir Breta og þegar að Ísland missti Hemma Gunn.8. mars 2018 skorar Ramsey í Evrópudeildinni á móti AC Milan og degi síðar deyr breski grínistinn Sir Ken Dodd. Sex dögum eftir markið fellur frá vísindamaðurinn Stephen Hawking.5. apríl 2018 skorar Ramsey tvívegis á móti CSKA Moskvu og sama kvöld deyr Eric Bristow, einn besti pílukappi sögunnar.2. mars 2019 skorar Ramsey enn og aftur á móti Tottenham og tveimur dögum síðar finnst Keith Flint, söngvari Prodigy, látinn heima hjá sér.Byggt á grein The Express.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30 Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30
Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31