Söngvari Prodigy sá sautjándi sem kveður eftir mark frá Aaron Ramsey Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 09:30 Stórhættuleg eru mörkin sem Aaron Ramsey skorar. vísir/getty Ramsey-bölvunin er hugtak sem á við um mörkin sem að Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, skorar en þessi annars ágæti miðjumaður er heimsþekktum einstaklingum stórhættulegur. Ramsey greyið þarf þann djöful að draga að nánast í hvert sinn sem að hann kemur boltanum í netið deyr heimsþekktur einstaklingur nánast næsta dag en nú síðast skoraði hann um helgina á móti Tottenham og í gær féll Keith Flint, söngvari Prodigy, frá en hann framdi sjálfsvíg. Flint er sá 17. sem að kveður þessa jörð eftir mark frá Aaron Ramsey en Walesverjinn heldur til Juventus eftir tímabilið og er spurning hvort að bölvunin fylgi honum til Tórínó. En, hvar hófst þetta allt saman? Hér eru þeir sautján sem Ramsey hefur sent í gröfina samkvæmt bölvuninni.Steve Jobs dó eftir mark Ramsey.Vísir/GettyFrumkvöðull kveður22. ágúst 2009 skorar Ramsey á móti Portsmouth og þremur dögum síðar fellur Ted Kennedy, öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, frá.1. maí 2011 skorar Ramsey á móti Manchester United á Emirates-vellinum og með því marki gerir hann heimsbyggðinni mikinn greiða en degi síðar er hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden felldur af bandarískum hermönnum.2. október 2011 skorar Ramsey í Norður-Lundúnaslagnum á móti Tottenham og þremur dögum síðar verður tæknigeirinn fyrir reiðarslagi þegar að forstjóri Apple, Steve Jobs, lætur lífið.19. október 2011 skorar Ramsey svo í uppbótartíma í Meistaradeildinni á móti Marseille og degi síðar deyr Muammar Gaddafi.11. febrúar 2012 skorar Ramsey fallegt mark á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og þá fellur fyrsti tónlistarmaðurinn frá vegna bölvuninnar en rödd sinnar kynslóðar, Whitney Houston, finnst látin sama dag.David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið.vísir/gettyLeikarar og söngvarar21. mars 2013 skorar Ramsey úr vítaspyrnu fyrir Wales í nágrannaslag á móti Skotlandi og degi síðar þarf körfuboltaheimurinn að kveðja Ray Williams, fyrrverandi leikmann New York Knicks. Daginn eftir það fellur svo olíurisinn og milljarðamæringurinn Boris Berezovsky frá.30. nóvember 2013 skorar Ramsey á móti uppeldisfélaginu Cardiff en það var skelfilegt mark fyrir aðdáendur myndanna The Fast And The Furious því sama dag deyr leikarinn Paul Walker í bílslysi.10. ágúst 2014 skorar Ramsey í leiknum um Samfélagsskjöldin á móti Manchester City en því marki fylgir andlát bandaríska grínarans og óskarsverðlaunaleikarans Robins Williams. Hann féll frá degi síðar.9. janúar 2016 skorar Ramsey aftur á móti Sunderland og aftur kveður stórstjarna úr tónlistarheiminum en 10. janúar varð David Bowie allur.13. janúar 2016 skorar Ramsey í stórleik á móti Liverpool og aðdáendur Harry Potter verða fyrir áfalli degi síðar þegar að leikarinn Alan Rickman (Professor Snape) deyr.Stephen Hawking var einn gáfaðasti maður sögunnar.Vísir/AFPBreski Hemmi Gunn og Hawking5. mars skorar Ramsey öðru sinni í Lundúnarslag á móti Tottenham en það mark kostar Nancy Reagan, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lífið. Hún dó degi síðar.11. ágúst 2017 skorar Ramsey á móti Leicester og viku síðar fellur frá breska sjónvarpsgoðsögnin Bruce Forsyth. Þetta var svipaður skellur fyrir Breta og þegar að Ísland missti Hemma Gunn.8. mars 2018 skorar Ramsey í Evrópudeildinni á móti AC Milan og degi síðar deyr breski grínistinn Sir Ken Dodd. Sex dögum eftir markið fellur frá vísindamaðurinn Stephen Hawking.5. apríl 2018 skorar Ramsey tvívegis á móti CSKA Moskvu og sama kvöld deyr Eric Bristow, einn besti pílukappi sögunnar.2. mars 2019 skorar Ramsey enn og aftur á móti Tottenham og tveimur dögum síðar finnst Keith Flint, söngvari Prodigy, látinn heima hjá sér.Byggt á grein The Express.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30 Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Ramsey-bölvunin er hugtak sem á við um mörkin sem að Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, skorar en þessi annars ágæti miðjumaður er heimsþekktum einstaklingum stórhættulegur. Ramsey greyið þarf þann djöful að draga að nánast í hvert sinn sem að hann kemur boltanum í netið deyr heimsþekktur einstaklingur nánast næsta dag en nú síðast skoraði hann um helgina á móti Tottenham og í gær féll Keith Flint, söngvari Prodigy, frá en hann framdi sjálfsvíg. Flint er sá 17. sem að kveður þessa jörð eftir mark frá Aaron Ramsey en Walesverjinn heldur til Juventus eftir tímabilið og er spurning hvort að bölvunin fylgi honum til Tórínó. En, hvar hófst þetta allt saman? Hér eru þeir sautján sem Ramsey hefur sent í gröfina samkvæmt bölvuninni.Steve Jobs dó eftir mark Ramsey.Vísir/GettyFrumkvöðull kveður22. ágúst 2009 skorar Ramsey á móti Portsmouth og þremur dögum síðar fellur Ted Kennedy, öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, frá.1. maí 2011 skorar Ramsey á móti Manchester United á Emirates-vellinum og með því marki gerir hann heimsbyggðinni mikinn greiða en degi síðar er hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden felldur af bandarískum hermönnum.2. október 2011 skorar Ramsey í Norður-Lundúnaslagnum á móti Tottenham og þremur dögum síðar verður tæknigeirinn fyrir reiðarslagi þegar að forstjóri Apple, Steve Jobs, lætur lífið.19. október 2011 skorar Ramsey svo í uppbótartíma í Meistaradeildinni á móti Marseille og degi síðar deyr Muammar Gaddafi.11. febrúar 2012 skorar Ramsey fallegt mark á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og þá fellur fyrsti tónlistarmaðurinn frá vegna bölvuninnar en rödd sinnar kynslóðar, Whitney Houston, finnst látin sama dag.David Bowie var einn þekktasti tónlistarmaður heims um áratugaskeið.vísir/gettyLeikarar og söngvarar21. mars 2013 skorar Ramsey úr vítaspyrnu fyrir Wales í nágrannaslag á móti Skotlandi og degi síðar þarf körfuboltaheimurinn að kveðja Ray Williams, fyrrverandi leikmann New York Knicks. Daginn eftir það fellur svo olíurisinn og milljarðamæringurinn Boris Berezovsky frá.30. nóvember 2013 skorar Ramsey á móti uppeldisfélaginu Cardiff en það var skelfilegt mark fyrir aðdáendur myndanna The Fast And The Furious því sama dag deyr leikarinn Paul Walker í bílslysi.10. ágúst 2014 skorar Ramsey í leiknum um Samfélagsskjöldin á móti Manchester City en því marki fylgir andlát bandaríska grínarans og óskarsverðlaunaleikarans Robins Williams. Hann féll frá degi síðar.9. janúar 2016 skorar Ramsey aftur á móti Sunderland og aftur kveður stórstjarna úr tónlistarheiminum en 10. janúar varð David Bowie allur.13. janúar 2016 skorar Ramsey í stórleik á móti Liverpool og aðdáendur Harry Potter verða fyrir áfalli degi síðar þegar að leikarinn Alan Rickman (Professor Snape) deyr.Stephen Hawking var einn gáfaðasti maður sögunnar.Vísir/AFPBreski Hemmi Gunn og Hawking5. mars skorar Ramsey öðru sinni í Lundúnarslag á móti Tottenham en það mark kostar Nancy Reagan, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, lífið. Hún dó degi síðar.11. ágúst 2017 skorar Ramsey á móti Leicester og viku síðar fellur frá breska sjónvarpsgoðsögnin Bruce Forsyth. Þetta var svipaður skellur fyrir Breta og þegar að Ísland missti Hemma Gunn.8. mars 2018 skorar Ramsey í Evrópudeildinni á móti AC Milan og degi síðar deyr breski grínistinn Sir Ken Dodd. Sex dögum eftir markið fellur frá vísindamaðurinn Stephen Hawking.5. apríl 2018 skorar Ramsey tvívegis á móti CSKA Moskvu og sama kvöld deyr Eric Bristow, einn besti pílukappi sögunnar.2. mars 2019 skorar Ramsey enn og aftur á móti Tottenham og tveimur dögum síðar finnst Keith Flint, söngvari Prodigy, látinn heima hjá sér.Byggt á grein The Express.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30 Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram. 4. mars 2019 13:30
Söngvari Prodigy er látinn Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri. 4. mars 2019 11:31