Enski boltinn

Sjáðu það sem gerðist á bak við tjöldin í slagnum um Bítlaborgina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór áritar bolta hjá ungum áðdáanda.
Gylfi Þór áritar bolta hjá ungum áðdáanda. mynd/skjáskot
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton gerðu markalaust jafntefli við Liverpool í Bítlaborgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag þar sem að Gylfi spilaði vel fyrir bláliða Liverpool-borgar.

Everton-menn náðu þarna að leggja stein í vegferð Liverpool að enska meistaratitlinum sem liðið hefur ekki unnið frá því 1990 en Everton-menn eru í tíunda sæti með 37 stig og eru sex stigum á eftir Úlfunum í baráttunni um Evrópudeildarsætið.

Eins og alltaf var nóg að gerast inn á vellinum þrátt fyrir markaleysið en í myndbandinu hér að neðan má sjá það sem gerðist á bak við tjöldin í Merseyside-slagnum.

Félög í ensku úrvalsdeildinni bjóða í meira mæli upp á myndavélar í leikmannagöngunum þar sem má sjá leikmennina gera sig klára fyrir leikinn og svo viðbrögð manna í hálfleik og eftir leik.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×