Liverpool gæti verið dauðadæmt eftir þessa kveðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 13:30 Pele og Mohamed Salah. Samsett/Getty Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira