Liverpool gæti verið dauðadæmt eftir þessa kveðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 13:30 Pele og Mohamed Salah. Samsett/Getty Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira