Drekinn kominn aftur til jarðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 13:43 Crew Dragon leggur hér af stað frá geimstöðinni. AP/NASA Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim er lent á jörðinni aftur eftir fyrsta tilraunaflug farsins. Geimfarinu, sem kallast Crew Dragon, var skotið á loft frá Flórída á laugardagsmorgun og var því flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem það hefur verið undanfarna daga. Miðað við fyrstu viðbrögð starfsmanna Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, virðist sem allt hafi farið vel við lendinguna. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon. Farið var því ekki mannað að öðru leyti en að þar um borð er gína sem kallast Ripley, í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Ripley er búin fjölmörgum skynjurum sem nota á til að kanna mögulegt álag á geimfara við ferðir með Crew Dragon. Um borð var einnig lítil tuskubrúða í lagi jarðarinnar sem kallast Litla jörð.Earth will learn a lot during his busy week on @Space_Station - today he kept me company while we checked our suit sizing to account for space growth (I am 2 inches taller than when I launched!), then we did some translation adaptation. pic.twitter.com/A89tJauyQu — Anne McClain (@AstroAnnimal) March 4, 2019 SpaceX hefur gert samning við NASA um mannaðar geimferðir. Bandaríkjamenn hafa ekki geta skotið mönnum út í geim frá því að þeir lögðu síðustu geimskutlunni árið 2011 og hafa síðan þurft að reiða sig á Rússa um ferðir til og frá geimstöðinni. Vonast er til þess að SpaceX geti skotið geimförum út í geim seinna á þessu ári. Crew Dragon geimfarið lenti í Atlantshafinu nú fyrir skömmu þar sem björgunaraðilar á skipum biðu eftir því.Streaking through Earth's skies, here is @SpaceX's #CrewDragon seen during reentry. The 'Go Searcher' recovery ship is staged in the Atlantic Ocean awaiting #CrewDragon's splashdown at about 8:45am ET. Watch live: https://t.co/mzKW5uDsTipic.twitter.com/tkoxMOnQhM — NASA (@NASA) March 8, 2019Good splashdown of Dragon confirmed! pic.twitter.com/WK1nsNnOF5— SpaceX (@SpaceX) March 8, 2019 Geimurinn SpaceX Tækni Tengdar fréttir Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim er lent á jörðinni aftur eftir fyrsta tilraunaflug farsins. Geimfarinu, sem kallast Crew Dragon, var skotið á loft frá Flórída á laugardagsmorgun og var því flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem það hefur verið undanfarna daga. Miðað við fyrstu viðbrögð starfsmanna Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, virðist sem allt hafi farið vel við lendinguna. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon. Farið var því ekki mannað að öðru leyti en að þar um borð er gína sem kallast Ripley, í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Ripley er búin fjölmörgum skynjurum sem nota á til að kanna mögulegt álag á geimfara við ferðir með Crew Dragon. Um borð var einnig lítil tuskubrúða í lagi jarðarinnar sem kallast Litla jörð.Earth will learn a lot during his busy week on @Space_Station - today he kept me company while we checked our suit sizing to account for space growth (I am 2 inches taller than when I launched!), then we did some translation adaptation. pic.twitter.com/A89tJauyQu — Anne McClain (@AstroAnnimal) March 4, 2019 SpaceX hefur gert samning við NASA um mannaðar geimferðir. Bandaríkjamenn hafa ekki geta skotið mönnum út í geim frá því að þeir lögðu síðustu geimskutlunni árið 2011 og hafa síðan þurft að reiða sig á Rússa um ferðir til og frá geimstöðinni. Vonast er til þess að SpaceX geti skotið geimförum út í geim seinna á þessu ári. Crew Dragon geimfarið lenti í Atlantshafinu nú fyrir skömmu þar sem björgunaraðilar á skipum biðu eftir því.Streaking through Earth's skies, here is @SpaceX's #CrewDragon seen during reentry. The 'Go Searcher' recovery ship is staged in the Atlantic Ocean awaiting #CrewDragon's splashdown at about 8:45am ET. Watch live: https://t.co/mzKW5uDsTipic.twitter.com/tkoxMOnQhM — NASA (@NASA) March 8, 2019Good splashdown of Dragon confirmed! pic.twitter.com/WK1nsNnOF5— SpaceX (@SpaceX) March 8, 2019
Geimurinn SpaceX Tækni Tengdar fréttir Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55 SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15 Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Geimferjan lagði snurðulaust að geimstöðinni Fyrsta tilraunaflug geimferju SpaceX sem á að flytja menn síðar á þessu ári gengur vel fram að þessu. 3. mars 2019 12:55
SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. 1. mars 2019 14:15
Fyrsti hluti tilraunaskots SpaceX gekk að óskum Geimferja sem er ætlað að flytja menn á að koma til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir hádegi á morgun. 2. mars 2019 08:32