Fyrsta tunglfar Ísraelsmanna farið af stað Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 10:30 Vísir/SpaceX Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á. Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á.
Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira