Endalok ABBA, reglubreytingar og einföldun á því hvað sé hendi og hvað sé ekki hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 16:00 Aron Einar Gunnarsson undirbýr sig að taka eitt af sínum löngu innköstum. Getty/Marc Atkins/ Knattspyrnusamband Íslands spáir því að athyglisverðar breytingar verði gerða á knattspyrnulögunum á næsta fundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. KSÍ fer yfir mögulegar breytingar á heimasíðu sinni í dag en 133. ársfundundur IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) fer fram í Skotlandi 2. mars næstkomandi. Tækni- og ráðgjafarnefnd IFAB hefur lagt til athyglisverðar tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum sem myndu þá væntanlega vera teknar í notkun á Íslandi frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum sem verður 10. apríl 2019. Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert en ef að líkum lætur mun stjórn KSÍ líkt og undanfarin ár óska eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni á komandi tímabili. Hér fyrir neðan má sjá samantekt KSÍ á þessum breytingum en þær snúa að vítaspyrnum, gulum og rauðum spjöldum, skiptingum, markspyrnum og endalokum ABBA-spyrnuraðarinnar í vítaspyrnukeppnum.Eftirfarandi breytingar á knattspyrnulögunum verða að öllum líkindum staðfestar á ársfundinum: 1) Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna. 2) Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. 3) Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018). 4) Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verði eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans. Ennfremur er gert ráð fyrir að IFAB taki á ársfundinum ákvörðun um að hætta alfarið við fyrirhugaða innleiðingu á svokallaðri "ABBA-spyrnuröð" í vítaspyrnukeppnum. Þá er gert ráð fyrir að IFAB muni á fundinum freista þess að einfalda og skýra orðalag laganna um hvað teljist "óviljandi" hendi. Þannig verði framvegis dæmd hendi ef leikmaður hagnast með ósanngjörnum hætti á því að fá boltann óvart í höndina/handlegginn, t.d. ef mark er skorað með slíkri snertingu, eða ef hann nær með óviljandi snertingu handarinnar/handleggsins valdi á boltanum og skorar eða leggur síðan upp mark eða marktækifæri í framhaldinu. Að síðustu er gert ráð fyrir að nefndin ræði (eða samþykki jafnvel strax) ýmsar tillögur sem tengjast svokölluðu "Fair-play" átaki, t.d. hvernig taka beri á sóknarmönnum sem reyna að valda usla við varnarvegginn og að leikur skuli stöðvaður ef boltinn hrekkur af dómaranum þannig að úr því skapist mark, marktækifæri eða vænlegt upphlaup (og leikur hafinn að nýju með því að dómarinn lætur boltann falla). Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands spáir því að athyglisverðar breytingar verði gerða á knattspyrnulögunum á næsta fundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. KSÍ fer yfir mögulegar breytingar á heimasíðu sinni í dag en 133. ársfundundur IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) fer fram í Skotlandi 2. mars næstkomandi. Tækni- og ráðgjafarnefnd IFAB hefur lagt til athyglisverðar tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum sem myndu þá væntanlega vera teknar í notkun á Íslandi frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum sem verður 10. apríl 2019. Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert en ef að líkum lætur mun stjórn KSÍ líkt og undanfarin ár óska eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni á komandi tímabili. Hér fyrir neðan má sjá samantekt KSÍ á þessum breytingum en þær snúa að vítaspyrnum, gulum og rauðum spjöldum, skiptingum, markspyrnum og endalokum ABBA-spyrnuraðarinnar í vítaspyrnukeppnum.Eftirfarandi breytingar á knattspyrnulögunum verða að öllum líkindum staðfestar á ársfundinum: 1) Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna. 2) Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. 3) Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018). 4) Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verði eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans. Ennfremur er gert ráð fyrir að IFAB taki á ársfundinum ákvörðun um að hætta alfarið við fyrirhugaða innleiðingu á svokallaðri "ABBA-spyrnuröð" í vítaspyrnukeppnum. Þá er gert ráð fyrir að IFAB muni á fundinum freista þess að einfalda og skýra orðalag laganna um hvað teljist "óviljandi" hendi. Þannig verði framvegis dæmd hendi ef leikmaður hagnast með ósanngjörnum hætti á því að fá boltann óvart í höndina/handlegginn, t.d. ef mark er skorað með slíkri snertingu, eða ef hann nær með óviljandi snertingu handarinnar/handleggsins valdi á boltanum og skorar eða leggur síðan upp mark eða marktækifæri í framhaldinu. Að síðustu er gert ráð fyrir að nefndin ræði (eða samþykki jafnvel strax) ýmsar tillögur sem tengjast svokölluðu "Fair-play" átaki, t.d. hvernig taka beri á sóknarmönnum sem reyna að valda usla við varnarvegginn og að leikur skuli stöðvaður ef boltinn hrekkur af dómaranum þannig að úr því skapist mark, marktækifæri eða vænlegt upphlaup (og leikur hafinn að nýju með því að dómarinn lætur boltann falla).
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira