Erlent

Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leit að Aleshu MacPhail stóð yfir í tvo og hálfan tíma áður en hún fannst látin í hótelrústum.
Leit að Aleshu MacPhail stóð yfir í tvo og hálfan tíma áður en hún fannst látin í hótelrústum. Facebook/Angela King

Sextán ára gamall unglingspiltur, sem ákærður hefur verið fyrir að hafa nauðgað og myrt hina sex ára gömlu Aleshu MacPhail, hefur kennt konu um morðið á stúlkunni, samkvæmt frétt bresku fréttastofunnar Sky News. Stúlkan fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar.

Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma en fyrstu fregnir af hvarfi Aleshu bárust þegar amma hennar lýsti eftir henni í færslu á Facebook.

Táningurinn var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Aðalmeðferð í málinu hefst í dag en drengurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur sökum aldurs, neitar sök. Þá neitar hann einnig að hafa reynt að losa sig við sönnunargögn málsins, fatnað og hníf.

Alesha bjó ásamt móður sinni í skoska bænum Airdrie og stundaði nám í Chapelside-barnaskólanum. Hún var í sumarfríi ásamt föður sínum á eynni Bute við vesturströnd Skotlands þegar hún var myrt.


Tengdar fréttir

Lát Aleshu rannsakað sem morð

Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.