Erlent

Breski leikarinn Clive Swift látinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Swift var mörgu áhugafólki um breskt sjónvarp góðkunnur.
Swift var mörgu áhugafólki um breskt sjónvarp góðkunnur. Danny Martindale/Getty

Breski leikarinn Clive Swift lést í dag, 82 ára að aldri.

Swift var tíður gestur á sjónvapsskjáum Breta á árum áður en hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Richard, eiginmaður hinnar sérvitru og oft á tíðum snobbuðu Hyacinthu Bucket, í þáttunum Keeping Up Appearances. BBC greindi fyrr í dag frá andláti leikarans.

Áður en Swift hóf sjónvarpsferil sinn hafði hann varið tíu árum hjá leikfélaginu Royal Shakespeare Company. Þá var hann einn stofnenda Leikaramiðstöðvarinnar (e. The Actors Centre), félags sem vinnur markvisst að samheldni og stuðningi við leikara í Bretlandi.

Swift var fæddur árið 1936 í Liverpool. Hann lét eftir sig þrjú uppkomin börn.

Meðal annarra hlutverka hans var hlutverk í kvikmyndinni Frenzy (1972) eftir leikstjórann Alfred Hitchcock og sem stjúpfaðir Artúrs konungs í kvikmyndinni Excalibur (1981). Þá kom Swift nokkrum sinnum fram í hinum geysivinsælu BBC-sjónvarpsþáttum Doctor Who, síðast árið 2007.

Samkvæmt umboðsmanni Swift lést leikarinn í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu eftir skammvinna baráttu við veikindi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.