Janúar blés heitu og köldu Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2019 13:18 Hlýindi einkenndu byrjun janúar en fyrir miðjan mánuðinn tóku ís og snjór völdin. Vísir/Vilhelm Meðalhiti í Reykjavík var einni gráðu ofan meðallags seinni hluta 20. aldar í janúar. Mánuðurinn var sagður sérlega tvískiptur þar sem hitinn í fyrri hluta hans var langt yfir meðallagi um allt landið en seinni hlutinn var mun kaldari. Í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í janúar kemur fram að auk hlýindanna í byrjun mánaðar hafi verið snjólétt víðast hvar. Óvenjuhlýtt hafi verið fram til 12. janúar en þá tók við svalara veður, ekki síst síðustu sex daga mánaðarins. Þrátt fyrir að meðalhitinn í Reykjavík hafi verið 0,5°C og einni gráðu yfir meðaltali áranna 1961 til 1990 var hann 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,9°C, 1,3 gráðum yfir meðallagi seinni hluta 20. aldar en 0,8 stigum undir síðasta áratugs. Á Stykkishólmi var meðalhitinn 0,5°C og 0,8°C á Höfn í Hornafirði. Meðalhitinn á landinu öllu var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Mest var frávikið á Þingvöllum þar sem hitinn var 1,9 stigum undir meðallagi síðasta áratugsins en minnst á Keflavíkurflugvelli þar sem hitinn var við meðallagið. Nýtt dægurhámarksmet var sett í janúar þegar 18,9 stig mældust á Dalatanga 9. janúar. Hæsti hiti sem mælst hefur í janúar var 19,6 stig á sama stað árið 2000. Mesta frost mældist -27,5°C á Möðrudal 27. janúar. Úrkoma í Reykjavík var 35% umfram meðallag 1961 til 1990, alls 102,9 millímetrar. Á Akureyri var úrkoman 23% umfram meðallag, 67,9 millímetrar. Fimm fleiri úrkomudagar mældust í janúar en í meðalári í Reykjavík, alls átján. Aftur á móti var einum rigningardegi færra á Akureyri en í meðalári, alls tíu. Þrettán alhvítir dagar voru í Reykjavík í janúar en það er einum degi færra en meðaltal 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar í meðaltali, alls tuttugu og tveir dagar. Loftslagsmál Veður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík var einni gráðu ofan meðallags seinni hluta 20. aldar í janúar. Mánuðurinn var sagður sérlega tvískiptur þar sem hitinn í fyrri hluta hans var langt yfir meðallagi um allt landið en seinni hlutinn var mun kaldari. Í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari í janúar kemur fram að auk hlýindanna í byrjun mánaðar hafi verið snjólétt víðast hvar. Óvenjuhlýtt hafi verið fram til 12. janúar en þá tók við svalara veður, ekki síst síðustu sex daga mánaðarins. Þrátt fyrir að meðalhitinn í Reykjavík hafi verið 0,5°C og einni gráðu yfir meðaltali áranna 1961 til 1990 var hann 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,9°C, 1,3 gráðum yfir meðallagi seinni hluta 20. aldar en 0,8 stigum undir síðasta áratugs. Á Stykkishólmi var meðalhitinn 0,5°C og 0,8°C á Höfn í Hornafirði. Meðalhitinn á landinu öllu var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Mest var frávikið á Þingvöllum þar sem hitinn var 1,9 stigum undir meðallagi síðasta áratugsins en minnst á Keflavíkurflugvelli þar sem hitinn var við meðallagið. Nýtt dægurhámarksmet var sett í janúar þegar 18,9 stig mældust á Dalatanga 9. janúar. Hæsti hiti sem mælst hefur í janúar var 19,6 stig á sama stað árið 2000. Mesta frost mældist -27,5°C á Möðrudal 27. janúar. Úrkoma í Reykjavík var 35% umfram meðallag 1961 til 1990, alls 102,9 millímetrar. Á Akureyri var úrkoman 23% umfram meðallag, 67,9 millímetrar. Fimm fleiri úrkomudagar mældust í janúar en í meðalári í Reykjavík, alls átján. Aftur á móti var einum rigningardegi færra á Akureyri en í meðalári, alls tíu. Þrettán alhvítir dagar voru í Reykjavík í janúar en það er einum degi færra en meðaltal 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítir dagar í meðaltali, alls tuttugu og tveir dagar.
Loftslagsmál Veður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira