Enski boltinn

Fótboltaheimurinn minnist Sala

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Emiliano Sala er látinn, 28 ára.
Emiliano Sala er látinn, 28 ára. vísir/getty
Eins og kom fram í gærkvöldi staðfesti lögreglan í Dorset á Englandi að líkið sem var í braki flugvélarinnar sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala hrapaði með væri af honum. Brakinu var komið á land í fyrrakvöld eftir víðtæka leit.

Þessi 28 ára gamli framherji var keyptur frá Nantes til Cardiff en komst aldrei alla leið út af þessu skelfilega slysi. Nantes vill þó fá öll fimmtán milljón pundin frá Cardiff og gæti allt stefnt í ljótt mál þar.

Fótboltamenn í ensku úrvalsdeildinni og víðar kepptust við að minnast Sala á samfélagsmiðlum í gær þegar að staðfest var að líkið væri af honum en Cardiff gaf sömuleiðis út yfirlýsingu þar sem að það sendi aðstandendum samúðarkveðjur.

Sergio Agüero, Wayne Rooney og Kylian Mbappé voru á meðal þeirra sem minntust Sala á Twitter-síðum sínum í gær en Agüero skrifaði á spænsku: „Hvíldu í friði, Emiliano. Samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina.“

Hér að neðan má sjá nokkrar fallegar minningarkveðjur fótboltamanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×