Enski boltinn

Búið að finna lík í flugvélarbrakinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Flugvél sem Sala var í á leið frá Nantes til Cardiff hvarf skammt undan ströndum Frakklands
Flugvél sem Sala var í á leið frá Nantes til Cardiff hvarf skammt undan ströndum Frakklands Vísir/AP
Eitt lík hefur fundist í braki flugvélarinnar sem Argentínumaðurinn Emiliano Sala var um borð í og hvarf yfir Ermarsundi í lok janúar.

Emiliano Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru þeir einu sem voru um borð í flugvélinni þegar hún hvarf. Sala var á leiðinni til Cardiff frá Nantes en hann hafði gengið til liðs við velska félagið nokkrum dögum fyrr.

Vélin hvarf þann 21. janúar og þremur dögum síðar var opinberri leit að Sala og Ibbotson hætt. Fjölskylda Sala setti af stað söfnun á netinu til þess að fjármagna einkaleit og bar hún árangur í gær þegar flugvélin fannst á sjávarbotni.

Í dag var rannsókn á flaki flugvélarinnar haldið áfram og hefur eitt lík fundist í flakinu. Ekki hefur verið greint frá því að svo stöddu af hverjum líkið sé.



 


Tengdar fréttir

Tár féllu er Sala var minnst í Nantes | Myndir

Nantes spilaði í gær sinn fyrsta leik eftir að fyrrum leikmaður félagsins, Emiliano Sala, hvarf yfir Ermarsundi í flugvél sem átti að flytja hann til Cardiff. Argentínumannsins var eðlilega minnst á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×