Enski boltinn

Özil vildi ekki fara til PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Getty/Catherine Ivill

Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, gat farið á láni til franska stórliðsins Paris Saint Germain en sagði „nei takk“ ef marka má fréttir frá Þýskalandi.

Sky Sports vitnar í frétt Suddeutsche Zeitung um að Özil hafi ekki viljað fara til Frakklands og vilji heldur vera áfram í London þrátt fyrir óvissu um spilatíma.Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur lítið notað Mesut Özil að undanförnu og lítur út fyrir að þýski miðjumaðurinn sé ekki inn í hans framtíðarplönum.

Paris Saint Germain var að missa Neymar í tíu vikur vegna meiðsla og verða meðal annars án Brasilíumannsins í Meistaradeildarleikjunum á móti Manchester United.Thomas Tuchel, stjóri PSG, var því að leita sér að liðstyrk og sá möguleika í að fá Mesut Özil á láni samkvæmt frétt Suddeutsche Zeitung. Nú ætlar hann að reyna að fá Willian frá Chelsea í staðinn. 

Özil hefði þá fengið tækifæri til að spila í Meistaradeildinni í stað þess að vera í Evrópudeildinni með Arsenal.

Mesut Özil er á gríðarlega háum launum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við Arsenal og það hefur skapað vandræði fyrir félög sem hafa áhuga á að fá hann á láni.

Özil fær 350 þúsund pund í laun á viku eða um 55 milljónir íslenskra króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.