Erlent

Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada

Andri Eysteinsson skrifar
Rahaf Mohammed al-Qunun hér enn í Tælandi, hún er nú á leið til Kanada.
Rahaf Mohammed al-Qunun hér enn í Tælandi, hún er nú á leið til Kanada. EPA/TIB

Rahaf Mohammed al-Qunun, sádíarabíska konan, sem læsti sig inni á hótelherbergi sínu í Tælandi á dögunum er nú á leið til Kanada. Al-Qunun segist hafa verið að flýja fjölskyldu sína og óttaðist að hún hefði verið myrt hefði henni verið gert að snúa aftur heim.

Samkvæmt frétt BBC um málið var al-Qunun á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands. Hún freistaði þess að fljúga frá Bangkok til Ástralíu en vegabréf hennar mun hafa verið gert upptækt í Bangkok. Yfirvöld hugðust senda hana aftur til Kúveit en af þeim sökum lokaði hún sig inni á hótelherbergi sínu og biðlaði til erlendra yfirvalda að veita sér hæli.

Samkvæmt frétt Guardian hefur al-Qunun komist um borð í flug Korean Air frá Bangkok til Seúl, höfuðborgar Suður-Kóreu. Þaðan mun hún fljúga til Kanada. Talskona utanríkisráðherra Kanada, Chrystia Freeland, hefur ekki viljað staðfesta að al-Qunun hafi hlotið hæli í landinu.

Síðasta miðvikudag lýstu áströlsk yfirvöld því yfir að möguleiki yrði á því að al-Qunum fengi að koma til landsins.


Tengdar fréttir

„Hann vill drepa hana“

Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.