Verður ekki send nauðug úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 12:50 Rahaf Mohammed al-Qunun. Skjáskot/Twitter Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk stúlka, verður ekki flutt nauðug úr landi, að sögn yfirmanns innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni. Mohammed al-Qunun læsti sig inni á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok um helgina af ótta við að vera send aftur til fjölskyldu sinnar, sem hún telur að muni myrða sig.Sjá einnig: „Hann vill drepa hana“ Blásið var til blaðamannafundar um mál Mohammed al-Qunun í Bangkok um klukkan níu að íslenskum tíma í morgun. Surachate Hakparn, yfirmaður innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni, tjáði blaðamönnum að yfirvöld hefðu ekki lengur í hyggju að senda Mohammed al-Qunun úr landi. Þá væri hún nú undir verndarvæng tælenskra stjórnvalda og því gæti enginn neytt hana til að fara úr landi. „Ef það að senda hana úr landi yrði valdur að dauða hennar, við myndum að sjálfsögðu ekki vilja gera það.“ Þá sagðist hann myndu funda með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins. Fengist hefur staðfest að fulltrúar frá stofnuninni hafi rætt við Mohammed al-Qunun í dag en hún segist ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái hæli einhvers staðar.Our Bangkok protection team is meeting with @Rahaf84427714 now.— Melissa Fleming (@melissarfleming) January 7, 2019 Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. Hún segist hafa verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum. Mohammed al-Qurun segist jafnframt ekki geta farið aftur til fjölskyldu sinnar þar sem skyldmenni hennar vilji hana feiga. Kúveit Mið-Austurlönd Taíland Tengdar fréttir „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk stúlka, verður ekki flutt nauðug úr landi, að sögn yfirmanns innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni. Mohammed al-Qunun læsti sig inni á hótelherbergi á flugvellinum í Bangkok um helgina af ótta við að vera send aftur til fjölskyldu sinnar, sem hún telur að muni myrða sig.Sjá einnig: „Hann vill drepa hana“ Blásið var til blaðamannafundar um mál Mohammed al-Qunun í Bangkok um klukkan níu að íslenskum tíma í morgun. Surachate Hakparn, yfirmaður innflytjendamála hjá tælensku lögreglunni, tjáði blaðamönnum að yfirvöld hefðu ekki lengur í hyggju að senda Mohammed al-Qunun úr landi. Þá væri hún nú undir verndarvæng tælenskra stjórnvalda og því gæti enginn neytt hana til að fara úr landi. „Ef það að senda hana úr landi yrði valdur að dauða hennar, við myndum að sjálfsögðu ekki vilja gera það.“ Þá sagðist hann myndu funda með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag vegna málsins. Fengist hefur staðfest að fulltrúar frá stofnuninni hafi rætt við Mohammed al-Qunun í dag en hún segist ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái hæli einhvers staðar.Our Bangkok protection team is meeting with @Rahaf84427714 now.— Melissa Fleming (@melissarfleming) January 7, 2019 Mál Mohammed al-Qunun hefur vakið heimsathygli. Hún segist hafa verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum. Mohammed al-Qurun segist jafnframt ekki geta farið aftur til fjölskyldu sinnar þar sem skyldmenni hennar vilji hana feiga.
Kúveit Mið-Austurlönd Taíland Tengdar fréttir „Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
„Hann vill drepa hana“ Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. 7. janúar 2019 09:43