„Hann vill drepa hana“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 09:43 Skjáskot úr myndbandi sem birt var á Twitter. Í því segist Mohammed al-Qunun ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái að ræða við fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum. Skjáskot/Twitter Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. Hún segist hafa flúið fjölskyldu sína og óttast að hún verði myrt verði henni gert að snúa aftur. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að Mohammed al-Qunun hafi verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum, þrátt fyrir að hún væri með vegabréfsáritun fyrir áframhaldandi ferðalag. Hér að neðan má sjá bæði mynd og myndband af Mohammad al-Qunun inni á hótelherberginu í Bangkok, þar sem hún dvelur enn.Kuwait Air officials, #Thai Immigration officials and others are outside #Rahaf's door, demanding she open it. She is refusing, saying that she wants to see UN #Refugee Agency @Refugees & demanding #Thailand let her seek asylum. Time ticking down, flight leaves in 29 minutes. pic.twitter.com/wQ266wWFwX— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Video from @rahaf84427714 just sent from her hotel room at the #Bangkok airport. She has barricaded herself in the room & says she will not leave until she is able to see #UNHCR. Why is #Thailand not letting @Refugees see her for refugee status determination? @hrw #SaveRahaf pic.twitter.com/3lb2NDRsVG— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Sáda í Bangkok var Mohammed al-Qunun meinað að fara til Ástralíu þar sem hún hafi aðeins haft flugmiða aðra leið í fórum sínum. Hún verði send aftur til Kúveit þar sem þorri fjölskyldu hennar er búsettur. Þá hafi sendiráðið verið í sambandi við föður hennar. Mohammed al-Qunun vakti sjálf athygli á máli sínu á Twitter um helgina og biðlaði til erlendra yfirvalda að veita sér hæli. Hún segir í samtali við BBC að faðir hennar sé henni afar reiður. Þá segist hún hvorki mega mennta sig né vinna í heimalandinu og því sækist hún eftir frelsi. „Bræður mínir og fjölskylda og sendiráð Sáda munu bíða komu minnar í Kúveit. Þau munu drepa mig. Líf mitt er í hættu. Fjölskylda mín hótar að drepa mig fyrir hina smávægilegustu hluti,“ sagði Mohammed al-Qunun í samtali við Reuters-fréttaveituna.Morðhótun frá frænda Ónafngreind vinkona Mohammed al-Qunun staðfestir ótta hennar við fjölskylduna í samtali við breska dagblaðið The Guardian. „Hún er fyrrverandi múslimi og á mjög stranga fjölskyldu, þau beita hana ofbeldi og það var brotið á henni kynferðislega. Hún fékk hótun frá frænda sínum, hann sagðist vilja sjá blóð hennar, hann vill drepa hana,“ segir vinkonan sem er sádiarabískur hælisleitandi í Ástralíu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum af máli Mohammed al-Qunun. Haft er eftir talsmanni samtakanna Human Rights Watch að stjórnvöld í Tælandi og Sádi Arabíu hafi lagt saman á ráðin um að sitja fyrir Mohammed al-Qunun við komu hennar til Tælands. Þá er mál Mohammed al-Qunun sagt sambærilegt máli hinnar sádiarabísku Dinu Ali Lasloom sem flúði fjölskyldu sína frá Kúveit til Filippseyja í apríl árið 2017. Hún var send til Sádi-Arabíu frá flugvellinum í Manila en ekki er vitað um afdrif hennar. Eins og staðan er núna hefur Mohammed al-Qunun óskað eftir lögfræðingi og beðið um að fá að hitta fulltrúa flóttamannaráðs Sameinuðu þjóðanna í Tælandi en hvorugt fengið. Þá átti að draga hana með valdi um borð í flugvél á leiðinni til Kúveit um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Snemma í morgun var þó staðfest á Twitter-reikningi hennar að hún hefði ekki farið með fluginu og væri örugg í Tælandi sem stendur.For all people who support RahafShe's in her room If there is any update, I will tweet— Rahaf Mohammed رهف محمد القنون (@rahaf84427714) January 7, 2019 Asía Ástralía Kúveit Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Taíland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. Hún segist hafa flúið fjölskyldu sína og óttast að hún verði myrt verði henni gert að snúa aftur. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að Mohammed al-Qunun hafi verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum, þrátt fyrir að hún væri með vegabréfsáritun fyrir áframhaldandi ferðalag. Hér að neðan má sjá bæði mynd og myndband af Mohammad al-Qunun inni á hótelherberginu í Bangkok, þar sem hún dvelur enn.Kuwait Air officials, #Thai Immigration officials and others are outside #Rahaf's door, demanding she open it. She is refusing, saying that she wants to see UN #Refugee Agency @Refugees & demanding #Thailand let her seek asylum. Time ticking down, flight leaves in 29 minutes. pic.twitter.com/wQ266wWFwX— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Video from @rahaf84427714 just sent from her hotel room at the #Bangkok airport. She has barricaded herself in the room & says she will not leave until she is able to see #UNHCR. Why is #Thailand not letting @Refugees see her for refugee status determination? @hrw #SaveRahaf pic.twitter.com/3lb2NDRsVG— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Sáda í Bangkok var Mohammed al-Qunun meinað að fara til Ástralíu þar sem hún hafi aðeins haft flugmiða aðra leið í fórum sínum. Hún verði send aftur til Kúveit þar sem þorri fjölskyldu hennar er búsettur. Þá hafi sendiráðið verið í sambandi við föður hennar. Mohammed al-Qunun vakti sjálf athygli á máli sínu á Twitter um helgina og biðlaði til erlendra yfirvalda að veita sér hæli. Hún segir í samtali við BBC að faðir hennar sé henni afar reiður. Þá segist hún hvorki mega mennta sig né vinna í heimalandinu og því sækist hún eftir frelsi. „Bræður mínir og fjölskylda og sendiráð Sáda munu bíða komu minnar í Kúveit. Þau munu drepa mig. Líf mitt er í hættu. Fjölskylda mín hótar að drepa mig fyrir hina smávægilegustu hluti,“ sagði Mohammed al-Qunun í samtali við Reuters-fréttaveituna.Morðhótun frá frænda Ónafngreind vinkona Mohammed al-Qunun staðfestir ótta hennar við fjölskylduna í samtali við breska dagblaðið The Guardian. „Hún er fyrrverandi múslimi og á mjög stranga fjölskyldu, þau beita hana ofbeldi og það var brotið á henni kynferðislega. Hún fékk hótun frá frænda sínum, hann sagðist vilja sjá blóð hennar, hann vill drepa hana,“ segir vinkonan sem er sádiarabískur hælisleitandi í Ástralíu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum af máli Mohammed al-Qunun. Haft er eftir talsmanni samtakanna Human Rights Watch að stjórnvöld í Tælandi og Sádi Arabíu hafi lagt saman á ráðin um að sitja fyrir Mohammed al-Qunun við komu hennar til Tælands. Þá er mál Mohammed al-Qunun sagt sambærilegt máli hinnar sádiarabísku Dinu Ali Lasloom sem flúði fjölskyldu sína frá Kúveit til Filippseyja í apríl árið 2017. Hún var send til Sádi-Arabíu frá flugvellinum í Manila en ekki er vitað um afdrif hennar. Eins og staðan er núna hefur Mohammed al-Qunun óskað eftir lögfræðingi og beðið um að fá að hitta fulltrúa flóttamannaráðs Sameinuðu þjóðanna í Tælandi en hvorugt fengið. Þá átti að draga hana með valdi um borð í flugvél á leiðinni til Kúveit um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Snemma í morgun var þó staðfest á Twitter-reikningi hennar að hún hefði ekki farið með fluginu og væri örugg í Tælandi sem stendur.For all people who support RahafShe's in her room If there is any update, I will tweet— Rahaf Mohammed رهف محمد القنون (@rahaf84427714) January 7, 2019
Asía Ástralía Kúveit Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Taíland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira