Arnór Gauti Ragnarsson skoraði þrennu þegar Breiðablik vann 4-0 sigur á ÍBV í Fífunni í Kópavogi en liðið mættust þarna í A-riðli á Fótbolta.net mótinu.
Viktor Karl Einarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins á 21. mínútu og staðan var því 1-0 í hálfleik.
Gott hjá Viktori Karli að minna á sig en hann er að koma heim í Breiðablik eftir atvinnumennsku í Hollandi og Svíþjóð.
Í síðari hálfleik náði Arnór Gauti Ragnarsson síðan ótrúlegum þrettán mínútna kafla frá 62. til 75. mínútu þar sem hann skoraði þrennu.
Arnór Gauti Ragnarsson er uppalinn Bliki en lék með ÍBV sumarið 2017 og varð meðal annars bikarmeistari með Eyjamönnum.
Arnór Gauti fór illa með sína gömlu liðsfélaga og skoraði á 62., 73. og 75. mínútu leiksins og Blikar unnu því sannfærandi 4-0 sigur í þessum fyrsta leik liðanna í Fótbolta.net mótinu.
Blikar mæta næst nágrönnum sínum í HK í Kórnum á föstudaginn kemur en ÍBV spilar næst við Grindavík í Reykjaneshöllinni.
Upplýsingar um markaskorara eru frá Fótbolta.net.
Arnór Gauti fór illa með gömlu liðsfélagana úr Eyjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Það versta sem hægt er að segja um hann“
Enski boltinn



„Ég held það sé ekkert annað í boði“
Handbolti

„Losna aldrei við hann“
Handbolti


„Þetta eyðileggur handboltann“
Handbolti
