Enski boltinn

Solskjær: Mourinho er frábær knattspyrnustjóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. Getty/Matthew Peters

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær fór ekki niður í skotgrafirnar þrátt fyrir yfirlýsingar Jose Mourinho í gær og er viss um að portúgalski stjórinn snúi aftur í eina af bestu fótboltadeildum heims.Mourinho fór í gær í sitt fyrsta viðtal eftir að hann var rekinn frá Manchester United í desember. Þar talaði Portúgalinn um það að hann væri alltof ungur til að hætta.

„Af hverju ætti hann ekki að halda áfram? Hann er frábær knattspyrnustjóri og miðað við þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina þá ætti hann ekki að eiga í einum vandræðum með að fá starf,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United og Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

„Ég vil ekki tjá mig um það sem hann var að segja í þessu viðtali. Ég nýt þess bara að vinna með þessum strákum og það er það eina sem ég vil segja,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.Ole Gunnar Solskjær sagði frá því að Marouane Fellaini verði frá í þrjár til fjórar vikur eftir að hann meiddist á kálfa á æfingu. Fellaini var í miklu uppáhaldi hjá Jose Mourinho en hefur aðeins spilað í samtals 31 mínútu í sex leikjum United undir stjórn Solskjær.

Alexis Sanchez er aftur á móti búinn að ná sér og ætti að geta spilað þennan leik á móti Brighton. Hann missti af Tottenham leiknum um síðustu helgi.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.