Pogba: Höfum fundið einkenni United aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. janúar 2019 06:00 Paul Pogba hefur fundið taktinn á ný vísir/getty Manchester United hefur fundið einkenni sitt aftur undir Ole Gunnar Solskjær að mati franska miðjumannsins Paul Pogba. Norðmaðurinn Solskjær tók við United til bráðabirgða fyrir jól þegar Jose Mourinho var rekinn. United hefur unnið alla sex leiki sína síðan Solskjær tók við, sem er besti árangur nýs stjóra í sögu félagsins. Pogba hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga undir Solskjær. „Við höldum boltanum meira núna, vitum hvar við eigum að sækja og hvert við eigum að fara. Við erum með meira leikskipulag,“ sagði Pogba við Sky Sports. „Það skilar sér í að leikurinn verður auðveldari fyrir alla. Jú, ég hef skorað nokkur mörk og átt nokkrar stoðsendingar en allt liðið á heiðurinn.“Ole Gunnar Solskjær stýrir United út tímabiliðGetty/James WilliamsonFyrstu leikir Solskjær, þó þeir hafi komið með stuttu millibili yfir jólahátíðarnar, voru gegn andstæðingum sem United ætti alla jafna að vinna. Hann fékk hins vegar stórt próf um síðustu helgi þegar liðið mætti Tottenham á Wembley. Marcus Rashford og David de Gea sáu til þess að United stóðst prófið. „Þetta var góður sigur fyrir okkur. Það var frábært að sýna að við erum að koma til baka og nálgumst toppinn.“ „Ég myndi ekki segja að við værum heppnir því þú býrð þér til heppni og David vann sína vinnu. Við þökkum honum fyrir það.“ Pogba hefur enn trú á að United geti endað í einu af fjórum efstu sætunum, liðið situr í sjötta sæti, sex stigum frá Chelsea í fjórða sætinu. „Þetta er Manchester United. Við viljum vera á meðal fjögurra efstu og við eigum að vera þar. Þetta er stærsta félag á Englandi og við viljum vinna titla. Það er það sem Manchester United snýst um,“ sagði Paul Pogba. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Manchester United hefur fundið einkenni sitt aftur undir Ole Gunnar Solskjær að mati franska miðjumannsins Paul Pogba. Norðmaðurinn Solskjær tók við United til bráðabirgða fyrir jól þegar Jose Mourinho var rekinn. United hefur unnið alla sex leiki sína síðan Solskjær tók við, sem er besti árangur nýs stjóra í sögu félagsins. Pogba hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga undir Solskjær. „Við höldum boltanum meira núna, vitum hvar við eigum að sækja og hvert við eigum að fara. Við erum með meira leikskipulag,“ sagði Pogba við Sky Sports. „Það skilar sér í að leikurinn verður auðveldari fyrir alla. Jú, ég hef skorað nokkur mörk og átt nokkrar stoðsendingar en allt liðið á heiðurinn.“Ole Gunnar Solskjær stýrir United út tímabiliðGetty/James WilliamsonFyrstu leikir Solskjær, þó þeir hafi komið með stuttu millibili yfir jólahátíðarnar, voru gegn andstæðingum sem United ætti alla jafna að vinna. Hann fékk hins vegar stórt próf um síðustu helgi þegar liðið mætti Tottenham á Wembley. Marcus Rashford og David de Gea sáu til þess að United stóðst prófið. „Þetta var góður sigur fyrir okkur. Það var frábært að sýna að við erum að koma til baka og nálgumst toppinn.“ „Ég myndi ekki segja að við værum heppnir því þú býrð þér til heppni og David vann sína vinnu. Við þökkum honum fyrir það.“ Pogba hefur enn trú á að United geti endað í einu af fjórum efstu sætunum, liðið situr í sjötta sæti, sex stigum frá Chelsea í fjórða sætinu. „Þetta er Manchester United. Við viljum vera á meðal fjögurra efstu og við eigum að vera þar. Þetta er stærsta félag á Englandi og við viljum vinna titla. Það er það sem Manchester United snýst um,“ sagði Paul Pogba.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira