Mourinho: Manchester United ekki tilbúið í nútímafótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 09:00 José Mourinho fylgist með Paul Pogba á æfingu með Manchester United. Getty/John Peters/ José Mourinho skaut föstum skotum á Manchester United í fyrsta viðtali sínu eftir að hann var rekinn frá félaginu. José Mourinho kom úr felum í gær þegar hann mætti sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpsþátt á beIN Sports. Margir biðu spenntir eftir því sem hann myndi segja um United en liðið hefur tekið stakkaskiptum og unnið alla leiki sína eftir að hann fór. Mourinho er enn að tala um að annað sætið með Manchester United í fyrra sé eitt mesta afrek hans á sigursælum ferli. „Fólk segir kannski: Þessi gaur er klikkaður. Hann hefur unnið 25 titla og nú segir hann að annað sætið með United sé eitt hans mesta afrek. Ég held áfram að segja þetta því fólk veit ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin,“ sagði José Mourinho.José Mourinho says Manchester United not ready for modern football https://t.co/ssbh30t0Lv By @paulwilsongnmpic.twitter.com/RGaWuYaQDP — Guardian sport (@guardian_sport) January 17, 2019José Mourinho er á því að hjá Manchester United hafi hann ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Félagið er að hans mati ekki byggt rétt upp að innan og ekki tilbúið fyrir nútíma fótboltaumhverfi. „Við lifum ekki lengur á tíma þar sem þjálfarinn einn getur ráðið við þetta. Þjálfarar í dag þurfa rétta fyrirkomulagið og félag sem er sett upp á ákveðinn hátt,“ sagði Mourinho. „Hvert félag þarf að hafa eiganda eða forseta, framkvæmdastjóra, yfirmann knattspyrnumála og svo knattspyrnustjórann. Þannig uppsetning getur ráðið við öll þau vandamál sem nútíminn býður upp á. Félag verður að vera mjög skipulagt til að ráða við allar þær kringumstæður þegar knattspyrnustjórinn er bara knattspyrnustjóri en ekki maðurinn sem þarf að halda aga eða kenna leikmönnum,“ sagði Mourinho og það er ekki hægt að halda annað en að hann sé þarna að tala um Paul Pogba. Mourinho tókst meira að segja að blanda Sir Alex Ferguson inn í þetta. „Sir Alex Ferguson var vanur að segja bless við leikmanninn þegar hann taldi sig vera orðinn mikilvægari en félagið. Það er ekki þannig lengur hjá United,“ sagði Jose Mourinho. „Knattspyrnustjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina en ekki til halda aga með öllum mögulegum aðferðum. Þú þarft uppbyggingu sem passar upp á knattspyrnustjórann og heldur öllu á sínu stað svo að leikmenn mæti ekki haldandi að þeir séu orðnir valdameiri en þeir voru áður. Það þykir ekki frétt lengur þegar allt er í blóma hjá leikmönnunum. Í nútíma fótbolta er það bara frétt þegar það eru vandamál,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho lenti hins vegar ekki aðeins í vandræðum með leikmenn sína hjá Manchester United heldur einnig hjá Real Madrid og Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
José Mourinho skaut föstum skotum á Manchester United í fyrsta viðtali sínu eftir að hann var rekinn frá félaginu. José Mourinho kom úr felum í gær þegar hann mætti sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpsþátt á beIN Sports. Margir biðu spenntir eftir því sem hann myndi segja um United en liðið hefur tekið stakkaskiptum og unnið alla leiki sína eftir að hann fór. Mourinho er enn að tala um að annað sætið með Manchester United í fyrra sé eitt mesta afrek hans á sigursælum ferli. „Fólk segir kannski: Þessi gaur er klikkaður. Hann hefur unnið 25 titla og nú segir hann að annað sætið með United sé eitt hans mesta afrek. Ég held áfram að segja þetta því fólk veit ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin,“ sagði José Mourinho.José Mourinho says Manchester United not ready for modern football https://t.co/ssbh30t0Lv By @paulwilsongnmpic.twitter.com/RGaWuYaQDP — Guardian sport (@guardian_sport) January 17, 2019José Mourinho er á því að hjá Manchester United hafi hann ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Félagið er að hans mati ekki byggt rétt upp að innan og ekki tilbúið fyrir nútíma fótboltaumhverfi. „Við lifum ekki lengur á tíma þar sem þjálfarinn einn getur ráðið við þetta. Þjálfarar í dag þurfa rétta fyrirkomulagið og félag sem er sett upp á ákveðinn hátt,“ sagði Mourinho. „Hvert félag þarf að hafa eiganda eða forseta, framkvæmdastjóra, yfirmann knattspyrnumála og svo knattspyrnustjórann. Þannig uppsetning getur ráðið við öll þau vandamál sem nútíminn býður upp á. Félag verður að vera mjög skipulagt til að ráða við allar þær kringumstæður þegar knattspyrnustjórinn er bara knattspyrnustjóri en ekki maðurinn sem þarf að halda aga eða kenna leikmönnum,“ sagði Mourinho og það er ekki hægt að halda annað en að hann sé þarna að tala um Paul Pogba. Mourinho tókst meira að segja að blanda Sir Alex Ferguson inn í þetta. „Sir Alex Ferguson var vanur að segja bless við leikmanninn þegar hann taldi sig vera orðinn mikilvægari en félagið. Það er ekki þannig lengur hjá United,“ sagði Jose Mourinho. „Knattspyrnustjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina en ekki til halda aga með öllum mögulegum aðferðum. Þú þarft uppbyggingu sem passar upp á knattspyrnustjórann og heldur öllu á sínu stað svo að leikmenn mæti ekki haldandi að þeir séu orðnir valdameiri en þeir voru áður. Það þykir ekki frétt lengur þegar allt er í blóma hjá leikmönnunum. Í nútíma fótbolta er það bara frétt þegar það eru vandamál,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho lenti hins vegar ekki aðeins í vandræðum með leikmenn sína hjá Manchester United heldur einnig hjá Real Madrid og Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira