Trump minnir Romney á flokksskírteinið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 18:40 Mitt Romney er nýr öldungardeildarþingmaður repúblikana í Utah. Getty/Bloomberg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki. Romney rekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki á morgun og skrifaði af því tilefni skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag þar sem hann sagði forsetatíð Trump hafa tekið djúpa dýfu síðustu mánuði. Hét hann því að gagnrýna Trump óspart, teldi hann tilefni til þess. „Nú byrjar Romney, svo snöggur til. Spurningin er, er hann Flake? Ég vona ekki. Myndi miklu frekgar vilja að Mitt einbeiti sér að öryggi landamæranna og að mörgum öðrum hlutum þar sem hann getur verið gagnlegur. Ég vann stórt, hann ekki. Hann ætti að samgleðjast öllum Repúblikönum. Vertu LIÐSmaður og SIGRAÐU,“ skrifar Trump á Twitter.Vísaði hann þar til öldungardeildarþingmannsinns Jeff Flake sem missir sæti sitt á þingi á morgun. Hefur hann verið einn af hörðustu gagnrýnendum Trump innan repúblikanaflokksins. Ákvað hann á síðasta ári að sækjast ekki eftir endurkjöri og vill Trump meina að Flake hafi neyðst til þess að hætta þar sem gagnrýni hans á forsetann hafi ekki farið vel í kjósendur flokksins í Arizona, heimaríki Flake.Romney og Trump hafa ýmist rifist eða grafið stríðsöxina á undanförnum árum. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump en virtist mildast í afstöðu sinni gagnvart Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Snæddu þeir meðal annars saman skömmu eftir kosningarnar árið 2016 og var meðal annars rætt um að Romney, sem tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, yrði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Here we go with Mitt Romney, but so fast! Question will be, is he a Flake? I hope not. Would much prefer that Mitt focus on Border Security and so many other things where he can be helpful. I won big, and he didn’t. He should be happy for all Republicans. Be a TEAM player & WIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2019 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki. Romney rekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki á morgun og skrifaði af því tilefni skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag þar sem hann sagði forsetatíð Trump hafa tekið djúpa dýfu síðustu mánuði. Hét hann því að gagnrýna Trump óspart, teldi hann tilefni til þess. „Nú byrjar Romney, svo snöggur til. Spurningin er, er hann Flake? Ég vona ekki. Myndi miklu frekgar vilja að Mitt einbeiti sér að öryggi landamæranna og að mörgum öðrum hlutum þar sem hann getur verið gagnlegur. Ég vann stórt, hann ekki. Hann ætti að samgleðjast öllum Repúblikönum. Vertu LIÐSmaður og SIGRAÐU,“ skrifar Trump á Twitter.Vísaði hann þar til öldungardeildarþingmannsinns Jeff Flake sem missir sæti sitt á þingi á morgun. Hefur hann verið einn af hörðustu gagnrýnendum Trump innan repúblikanaflokksins. Ákvað hann á síðasta ári að sækjast ekki eftir endurkjöri og vill Trump meina að Flake hafi neyðst til þess að hætta þar sem gagnrýni hans á forsetann hafi ekki farið vel í kjósendur flokksins í Arizona, heimaríki Flake.Romney og Trump hafa ýmist rifist eða grafið stríðsöxina á undanförnum árum. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump en virtist mildast í afstöðu sinni gagnvart Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Snæddu þeir meðal annars saman skömmu eftir kosningarnar árið 2016 og var meðal annars rætt um að Romney, sem tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, yrði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Here we go with Mitt Romney, but so fast! Question will be, is he a Flake? I hope not. Would much prefer that Mitt focus on Border Security and so many other things where he can be helpful. I won big, and he didn’t. He should be happy for all Republicans. Be a TEAM player & WIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2019
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira