Erlent

Þurfti að upplifa jarðarför andvana dóttur tvisvar vegna mistaka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Nuuk.
Frá Nuuk. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Mistök heilbrigðisstarfsmanna í Nuuk á Grænlandi urðu þess valdandi að hinn 31 árs gamla Maren Abrahamsen þurfti í tvígang að upplifa jarðarför dóttur hennar sem fæddist andvana. Heilbrigðisstarfsmenn gleymdu að setja lík kornabarnins í líkkistuna áður en hún var grafin í fyrra skiptið.

Settur dagur hjá Abrahamsen var 3. desember síðastliðinn og ferðaðist hún til Nuuk til að eignast barnið þar. Daginn fyrir settan dag kom hins vegar í ljós að hjarta barnsins var hætt að slá og fæddi Abrahamsen andvana dóttur þann 4. desember.

Abrahamsen á heima í bænum Paamiut, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Nuuk. Á meðan á dvölinni í Nuuk stóð gerði hún ráðstafanir til þess að láta grafa barnið í heimabænum þann 14. desember. Eftir að allt var klappað og klárt í Nuuk hélt hún heim á leið með litla líkkistu sem í átt að vera dóttur hennar.

Jarðarförin fór fram eins og áætlað var en fimm dögum síðar fékk hún símtal og var hún þá boðið til fundar með prestinum í bænum, lækni og hjúkrunarfræðingi. Þar var henni sagt frá því að gleymst hafði að setja lík dóttur hennar í líkkistinu fyrir jarðarförina. Líkkistan sem var greftruð var tóm.

„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall og ég hugsaði með mér af hverju ég þyrfti að ganga í gegnum þetta,“ sagði Abrahamsení samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq. Mistökin voru leiðrétt og nokkrum dögum síðar hélt Abrahamsen aðra jarðarför, og í þetta sinn var gengið úr skugga um að dóttir hennar væri í líkkistunni sem send var til Paamiut.

„Það hefur enginn boðist til þess að ræða þetta við mig en ég reyni að takast á við þetta með því að ræða þetta við vini og fjölskyldu mína. Ég er ekki að reyna að vera sterk, þvert á móti. Ég er orðin þreytt á því að komast að því hvað ég er sterk“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×