Erlent

Búið að bera kennsl á alla sem fórust

Atli Ísleifsson skrifar
Auk þeirra átta sem fórust slösuðust sextán í slysinu.
Auk þeirra átta sem fórust slösuðust sextán í slysinu. EPA
Lögregla á Fjóni í Danmörku segir að tekist hafi að bera kennsl á alla þá átta sem létu lífið í lestarslysinu á Stórabeltis-brúnni á miðvikudag. Um var að ræða fimm konur og þrjá karlmenn og voru þau á aldrinum 27 til sextíu ára.

Slysið varð þegar mikið óveður gekk yfir á Norðurlöndum sem varð til þess að hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan 7:30 að staðartíma. Auk þeirra átta sem fórust slösuðust sextán í slysinu.

Alls voru 131 farþegi um borð í lestinni og þrír starfsmenn. Þeir sem létust voru allir farþegar.

Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina, en farþegalestin var á leið frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar.


Tengdar fréttir

Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys

Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×