Erlent

Spáð allt að 46 stiga hita í hitabylgju í Ástralíu

Kjartan Kjartansson skrifar
Heitt hefur verið í veðri í Melbourne og víðar í Ástralíu undanfarna daga og vikur.
Heitt hefur verið í veðri í Melbourne og víðar í Ástralíu undanfarna daga og vikur. Vísir/EPA

Varað er við eldhættu og óttast er um heilsu keppenda á opna ástralska tennismótinu vegna hitabylgju sem gengur nú yfir Ástralíu. Sums staðar í norðanverðu landinu er spáð allt að 46°C hita í dag.

Búist er við um 42°C hita í Melbourne í suðaustri og er það nærri hæsta hita sem hefur mælst þar. Norðar er spáð en heitara veðri og vindasamara. Yfirvöld í Viktoríuríki hafa gripið til þess ráðs að banna íbúum að kveikja elda við þessar aðstæður.

Mannskæðustu kjarreldar Ástralíu áttu sér stað nærri borgum þar sem spáð er mestum hita í dag fyrir níu árum. Þá fórstu 180 manns.

„Aðstæður eru þannig að ef eldur kviknaði yrði fremur vandasamt að ná tökum á honum,“ segir Tom Delamotte, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Ástralíu, við Reuters.

Spáð er nokkuð minni hita næstu daga en fljótlega hitnar aftur í kolunum, rétt áður en Opna ástralska mótið hefst í Melbourne 14. janúar. Ástralska tennissambandið segist ætla að gera tíu mínútna hlé í einliðaleik karla til að vernda heilsu keppenda. Dómarar fá einnig leyfi til að stöðva leiki ef hitinn verður of mikill.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.