Þrettán ríkisborgarar Kanada handteknir í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2019 12:15 Meng Wanzhou yfirgefur heimili sitt í Vancouver. Getty/Bloomberg Yfirvöld Kanada segja að minnst þrettán borgarar ríkisins hafi verið handteknir í Kína síðan Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin í Kanada að beiðni Bandaríkjanna. Meng var handtekin þann 1. desember og berst hún nú gegn því að vera framseld til Bandaríkjanna þar sem talið er að hún sé grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel fjársvik. Meng, sem gengur laus gegn tryggingu, heldur til í annari af tveimur íbúðum sem hún á í Vancouver. Af þeim þrettán Kanadamönnum sem hafa verið handteknir í Kína er búið að sleppa minnst átta, samkvæmt Reuters, sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Kanada. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhverjir hafi verið ákærðir og þá fyrir hvað.Fyrir yfirlýsinguna var einungis búið að opinbera handtökur þriggja Kanadamanna í Kína. Þeir Michael Kovrig og Michael Spavor sitja nú í fangelsi í Kína. Ríkisstjórn Kanada hefur sagt að engin tengsl séu á milli handtakanna í Kína og handtöku Meng. Erindrekar, fyrrverandi erindrekar og sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir og óttast að um hefndaraðgerðir sé að ræða. Yfirvöld Kína hafa sömuleiðis ekki beintengt handtökurnar við handtöku Meng. Kínverjar hafa þó krafist þess að henni verði sleppt úr haldi og hafa hótað ótilgreindum afleiðingum, verði það ekki gert. Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46 Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Yfirvöld Kanada segja að minnst þrettán borgarar ríkisins hafi verið handteknir í Kína síðan Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin í Kanada að beiðni Bandaríkjanna. Meng var handtekin þann 1. desember og berst hún nú gegn því að vera framseld til Bandaríkjanna þar sem talið er að hún sé grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel fjársvik. Meng, sem gengur laus gegn tryggingu, heldur til í annari af tveimur íbúðum sem hún á í Vancouver. Af þeim þrettán Kanadamönnum sem hafa verið handteknir í Kína er búið að sleppa minnst átta, samkvæmt Reuters, sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Kanada. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhverjir hafi verið ákærðir og þá fyrir hvað.Fyrir yfirlýsinguna var einungis búið að opinbera handtökur þriggja Kanadamanna í Kína. Þeir Michael Kovrig og Michael Spavor sitja nú í fangelsi í Kína. Ríkisstjórn Kanada hefur sagt að engin tengsl séu á milli handtakanna í Kína og handtöku Meng. Erindrekar, fyrrverandi erindrekar og sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir og óttast að um hefndaraðgerðir sé að ræða. Yfirvöld Kína hafa sömuleiðis ekki beintengt handtökurnar við handtöku Meng. Kínverjar hafa þó krafist þess að henni verði sleppt úr haldi og hafa hótað ótilgreindum afleiðingum, verði það ekki gert.
Kanada Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46 Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Tveir Kanadamenn í haldi í Kína Yfirvöld Kína hafa handtekið tvo Kanadamenn og saka þá um að ógna öryggi Kína. 13. desember 2018 08:46
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00
Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00
Þriðji Kanadamaðurinn í haldi í Kína Ekki liggur fyrir hver maðurinn, eða konan, er né hvers vegna hann var handtekinn. 19. desember 2018 17:37