Enski boltinn

Svo sannarlega maður stóru leikjanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Agüero.
Sergio Agüero. Getty/Clive Brunskill
Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði annað marka Manchester City í gær í 2-1 sigrinum á Liverpool í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar.

Agüero kom City í 1-0 í leik þar sem fyrsta markið í leiknum var gríðarlega mikilvægt.

Argentínski framherjinn bætti líka við magnaða tölfræði sína í ensku úrvalsdeildinni en það skorar enginn meiria í stóru leikjunum en hann.





Sergio Agüero hefur nú skoraði 37 mörk í leikjum stóru liðanna sex í ensku úrvalsdeildinni.

Til stóru liðanna sex teljast auk Manchester City, lið Manchester United, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham.





Agüero hefur skorað sextán fleiri mörk í leikjum stóru félaganna en næsti maður sem er Harry Kane hjá Tottenham.

Agüero er búin að skora þessi mörk í 62 leikjum sem gera 0,6 mörk að meðaltali í leik.

Agüero setti líka met með því að skora sjöunda árið í röð í heimaleiknum á móti Liverpool.








Tengdar fréttir

Carragher: City er besta liðið í deildinni

Jamie Carragher segir Manchester City vera besta liðið í ensku úrvalsdeildinni. City hafði betur gegn gamla liði Carragher, Liverpool, í stórleik vetrarins til þessa í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×