Enski boltinn

Messan sýndi hvað munaði ótrúlega litlu að Liverpool kæmist í 1-0 í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þarna munaði svo ótrúlega litlu.
Þarna munaði svo ótrúlega litlu. Skjámynd/S2Sport
Stórleikur Manchester City og Liverpool fékk að sjálfsögðu mikinn sess í umfjöllun Messunnar um fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á árinu 2019.

Ríkharð Óskar Guðnason sá um Messuna og fékk til sín þá Hjörvar Hafliðason og Gunnleif Gunnleifsson.

„Þetta var mjög jafn leikur og City skapar sér mjög lítið af opnum færum nema kannski helst í stöðunni 2-1. Þeir keyrðu mikið á hægri bakvörð Liverpool og á þennan hægri væng í Liverpool vörninni“ sagði Hjövar Hafliðason.

„Þá er líka hægt að benda á það að Liverpool hefur sloppið mjög vel við meiðsli í ár. Gomez var auðvitað fjarverandi og þetta er leikur sem hann hefði pottþétt spilað. Ég hefði alveg getað séð fyrir mér Klopp gera það sama og Pep gerði í þessum leik sem var að spila með hafsent í bakverði,“ sagði Hjörvar.

Gunnleifur sagði það hafa háð liði Manchester City að þeir voru með bakverði í leiknum sem eru ekki sóknarbakverðir. „Þeir voru því ólíkir sjálfum sér með sóknaruppbyggingu varðandi bakverðina. David Silva sást heldur ekki í leiknum,“ sagði Gunnleifur.

„Manchester City var mjög heppið að lenda ekki 1-0 undir,“ sagði Hjörvar og Ríkharð bauð þá upp á myndbrot af þessu atviki á 18. mínútu þegar Sadio Mane skaut í stöngina og City var sentímetra frá því að skora sjálfsmark í framhaldinu.

Það má sjá þetta atvik og umræðuna um leik City og Liverpool hér fyrir neðan.



Klippa: Umræða um leik Man City og Liverpool

Tengdar fréttir

Carragher: City er besta liðið í deildinni

Jamie Carragher segir Manchester City vera besta liðið í ensku úrvalsdeildinni. City hafði betur gegn gamla liði Carragher, Liverpool, í stórleik vetrarins til þessa í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×