Enski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði fyrsta tap Liverpool í deildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leroy Sane skorar hér sigurmarkið.
Leroy Sane skorar hér sigurmarkið. Getty/John Powell
Manchester City minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með sigri í stórleik vetrarins til þessa þegar liðin tvö mættust á Etihad vellinum í gær.

Sergio Aguero kom City yfir í fyrri hálfleik en Roberto Firmino jafnaði metin fyrir Liverpool í þeim seinni. Þjóðverjinn Leroy Sane tryggði City svo sigurinn með marki á 72. mínútu.

Liverpool tapaði sínum fyrsta leik og baráttan um Englandsmeistaratitilinn er enn í fullu fjöri.

Mörkin og öll helstu atvik leiksins má sjá hér að neðan.

Manchester City - Liverpool 2-1
Klippa: FT Manchester City 2 - 1 Liverpool



Fleiri fréttir

Sjá meira


×