Öskudagur

Fréttamynd

Gefa út leiðbeiningar fyrir öðruvísi öskudag

Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir öskudaginn sem er næstkomandi miðvikudag. Öskudagur verður að öllum líkindum töluvert ólíkur því sem verið hefur undanfarin ár þar sem ekki er mælt með því vegna kórónuveirufaraldursins að börn fari syngjandi á milli verslana og fái nammi að launum.

Innlent
Fréttamynd

Hvað eru hefðir og hversu mikilvægar eru þær okkur?

Hefðir geta verð mikilvægur þáttur í að viðhalda menningararfleifð þjóðar og er mikilvægt að við íslendingar höldum í ákveðnar hefðir sem tengja menningu okkar og sögu. En sumar hefðir eru líka orðnar úreltar, og í sumum tilfellum óhjálplegar og hættulegar.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn Ösku­dagur í Kringlunni í ár

Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki.

Innlent
Fréttamynd

Gjör­ó­líkir ösku­dagar í Kringlunni og Smára­lind

Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórnin betlaði kökur í bakaríinu

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjórinn í Hveragerði, hélt Öskudaginn hátíðlegan á dögunum og fékk hún alla starfsmenn bæjarskrifstofunnar til að klæðast búningi á þessum skemmtilega degi.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.