Erlent

Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump vill sjá múrinn á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verða að veruleika.
Donald Trump vill sjá múrinn á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verða að veruleika. Getty/Alex Wong

Demókratar segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi slegið í borðið og stormað út af fundi þar sem verið var að ræða fjárlagadeiluna í Bandaríkjunum í kvöld.

Trump var þar að funda með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi, þeim Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar.

Trump sagði frá því á Twitter að fundurinn hafi verið tímasóun. Sagðist hann hafa yfirgefið fundinn eftir að Pelosi hafi hafnað því að styðja við fjárveitingar til byggingar múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. „Ég sagði bless, bless. Ekkert annað virkar!“ sagði Trump.
Fjölda alríkisstofnana hafa verið lokaðar frá 22. desember, eða í nítján daga, vegna deilna Trump og Bandaríkjaþings um fjárveitingar til múrsins. Hundruð þúsunda opinberra alríkisstarfsmanna munu ekki fá greidd laun vegna deilunnar.

5,7 milljarðar dala

Trump hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi vegna „krísunnar“ á landamærunum. Þannig gæti forsetinn sniðgengið þingið í þeim tilgangi að halda vinnu áfram við að reisa múr á landamærunum. 

Forsetinn segir að Bandaríkjunum stafi mikil ógn af þeim innflytjendum sem reyna að komast inn í landið. Trump hefur farið fram á að Bandaríkjaþing veiti 5,7 milljarða dollara til byggingar múrsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.