Hótar því að stöðva fjárveitingar vegna skógarelda Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2019 16:15 Donald Trump ásamt Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu (til vinstri), Bock Long frá FEMA, Jody Jones, borgarstjóra Paradise og Jerry Brown, þáverandi og nú fyrrverandi ríkisstjóra Kaliforníu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. Í tísti sagði forsetinn að milljarðar dala af alríkisfé hefðu verið sendir til Kaliforníu vegna skógarelda, sem hefðu aldrei orðið ef rétt hefði verið haldið á spöðunum í skógarmálum Kaliforníu. Hann sagðist hafa skipað Almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að útvega Kaliforníu ekki meira fé úr neyðarsjóðum vegna skógarelda, taki forsvarsmenn Kaliforníu sig ekki saman í andlitinu. „Þetta er skammarlegt ástand í lífum og peningum,“ skrifaði forsetinn og sagðist hann telja ólíklegt að ástandið myndi skána í Kaliforníu. Upprunalega skrifaði Trump „forrest“ tvisvar sinnum en hann eyddi því tísti og birti nýtt.Billions of dollars are sent to the State of California for Forest fires that, with proper Forest Management, would never happen. Unless they get their act together, which is unlikely, I have ordered FEMA to send no more money. It is a disgraceful situation in lives & money! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 FEMA hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post vegna þess að stofnunin er ein þeirra alríkisstofnanna sem eru ekki starfræktar að fullu vegna deilunnar um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump sendir Kaliforníu tóninn vegna elda. Þá er vert að taka fram að alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur umsjón með flestum skógum Kaliforníu og verstu eldar síðasta árs voru að mestu leyti ekki skógareldar. Embættismenn í Kaliforníu hafa sakað forsetann um að láta neyðarástand snúa um stjórnmál og segja hann ekki skilja hvað felist í því að berjast gegn skógar- og kjarreldum.The federal government controls more of California’s forests than the state - and big recent wildfires there were not forest fires. There’s a lot of legit criticism of both fed and state under-maintenance (https://t.co/fOHK7ioOej), but experts say Trump is wildly misinformed. pic.twitter.com/byXc7rGA01 — Daniel Dale (@ddale8) January 9, 2019 Trump heimsótti Kaliforníu í nóvember og þá sérstaklega bæinn Paradise, sem brann nánast allur til kaldra kola. Eftir þá heimsókn hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misstu allt sitt í eldunum en í senn gagnrýndi hann Kaliforníu fyrir að sjá ekki nægilega vel um skóga ríkisins. Hann sagði jafnvel að forseti Finnlands hefði eitt sinn sagt honum að skógareldar væru fátíðir þar í landi þar sem Finnar rökuðu skógana sína. Forseti Finnlands kannaðist þó ekki við þá frásögn og Finnar gerðu óspart grín að Trump vegna ummælanna.Sjá einnig: Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skógaGavin Newsom, nýr ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt tíst Trump. Á fyrstu tveimur dögum sínum í starfi hafði hann skipað fyrir um aukin viðbúnað gegn skógar- og kjarreldum. Þá tilkynnti hann samstarf Kaliforníu, Oregon og Washington gegn eldum en þeir eru tíðir í öllum ríkjunum þremur. Ríkisstjórar ríkjanna kölluðu eftir því að ríkisstjórn Trump legði meira fé til hliðar vegna skógar- og kjarrelda en þar hefur þó nokkuð verið skorið niður á undanförnum tveimur árum.Disasters and recovery are no time for politics. I’m already taking action to modernize and manage our forests and emergency responses. The people of CA -- folks in Paradise -- should not be victims to partisan bickering. — Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 9, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að stöðva fjárveitingar til Kaliforníu vegna skógar- og kjarrelda. Í tísti sagði forsetinn að milljarðar dala af alríkisfé hefðu verið sendir til Kaliforníu vegna skógarelda, sem hefðu aldrei orðið ef rétt hefði verið haldið á spöðunum í skógarmálum Kaliforníu. Hann sagðist hafa skipað Almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að útvega Kaliforníu ekki meira fé úr neyðarsjóðum vegna skógarelda, taki forsvarsmenn Kaliforníu sig ekki saman í andlitinu. „Þetta er skammarlegt ástand í lífum og peningum,“ skrifaði forsetinn og sagðist hann telja ólíklegt að ástandið myndi skána í Kaliforníu. Upprunalega skrifaði Trump „forrest“ tvisvar sinnum en hann eyddi því tísti og birti nýtt.Billions of dollars are sent to the State of California for Forest fires that, with proper Forest Management, would never happen. Unless they get their act together, which is unlikely, I have ordered FEMA to send no more money. It is a disgraceful situation in lives & money! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2019 FEMA hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post vegna þess að stofnunin er ein þeirra alríkisstofnanna sem eru ekki starfræktar að fullu vegna deilunnar um múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Trump sendir Kaliforníu tóninn vegna elda. Þá er vert að taka fram að alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur umsjón með flestum skógum Kaliforníu og verstu eldar síðasta árs voru að mestu leyti ekki skógareldar. Embættismenn í Kaliforníu hafa sakað forsetann um að láta neyðarástand snúa um stjórnmál og segja hann ekki skilja hvað felist í því að berjast gegn skógar- og kjarreldum.The federal government controls more of California’s forests than the state - and big recent wildfires there were not forest fires. There’s a lot of legit criticism of both fed and state under-maintenance (https://t.co/fOHK7ioOej), but experts say Trump is wildly misinformed. pic.twitter.com/byXc7rGA01 — Daniel Dale (@ddale8) January 9, 2019 Trump heimsótti Kaliforníu í nóvember og þá sérstaklega bæinn Paradise, sem brann nánast allur til kaldra kola. Eftir þá heimsókn hét hann því að ríkið myndi styðja þá sem misstu allt sitt í eldunum en í senn gagnrýndi hann Kaliforníu fyrir að sjá ekki nægilega vel um skóga ríkisins. Hann sagði jafnvel að forseti Finnlands hefði eitt sinn sagt honum að skógareldar væru fátíðir þar í landi þar sem Finnar rökuðu skógana sína. Forseti Finnlands kannaðist þó ekki við þá frásögn og Finnar gerðu óspart grín að Trump vegna ummælanna.Sjá einnig: Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skógaGavin Newsom, nýr ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt tíst Trump. Á fyrstu tveimur dögum sínum í starfi hafði hann skipað fyrir um aukin viðbúnað gegn skógar- og kjarreldum. Þá tilkynnti hann samstarf Kaliforníu, Oregon og Washington gegn eldum en þeir eru tíðir í öllum ríkjunum þremur. Ríkisstjórar ríkjanna kölluðu eftir því að ríkisstjórn Trump legði meira fé til hliðar vegna skógar- og kjarrelda en þar hefur þó nokkuð verið skorið niður á undanförnum tveimur árum.Disasters and recovery are no time for politics. I’m already taking action to modernize and manage our forests and emergency responses. The people of CA -- folks in Paradise -- should not be victims to partisan bickering. — Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 9, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira