Methiti í september jafnaður Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 10:22 Mengunarmistur yfir borginni Davao á Filippseyjum frá skógareldum á Indónesíu af völdum þurrka í september. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í september jafnaði hlýjasta septembermánuð frá því að beinar mælingar hófust. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) stefnir í að árið í ár verði það annað hlýjasta í mælingasögunni. Hitinn var 0,95°C yfir meðaltali 20. aldar í september, sá sami og methitinn sem mældist í september árið 2015. September var jafnframt 43. septembermánuðurinn í röð og 417. mánuðurinn í röð með hita yfir meðaltalinu. NOAA telur nú nær öruggt að 2019 verði á meðal fimm hlýjustu ára frá upphafi mælinga fyrir um 140 árum. Líklegast verði það á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið. Mánaðarmet var slegið á 7,93% land- og hafsvæða jarðar í september. Hvergi var kuldamet slegið. Sérstaklega hlýtt var í Norður-Ameríku og á norðurhveli almennt í september. Hitamet var slegið yfir Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Mexíkóflóa og í kringum Havaí var mánuðurinn sá þriðji hlýjasti frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og einni gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu í september var sú þriðja minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugarins. Hún var rétt tæpum þriðjungi undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Þegar útbreiðsla hafíssins var minnst í lok sumars nam hún um 4,1 milljón ferkílómetra. Það var önnur minnsta lágmarksútbreiðsla hafíssins, jöfn í öðru sæti með árunum 2007 og 2016. Við Suðurskautslandið var hafísþekjan 1,3% minni en að meðaltali á milli 1981 og 2010. Útbreiðslan var sú þrettánda minnsta þar í mælingasögunni. Tölur NOAA lýsa þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið á jörðinni frá iðnbyltingu með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Eins og veðurfræðingar Washington Post benda þó á er hlýnun jarðar ekki línuleg þar sem hvert ár er því fyrra hlýrra. Hnattræn hlýnun er mæld yfir lengri tímabil, að minnsta kosti áratugi og þaðan af lengur. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21 Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Meðalhiti jarðar í september jafnaði hlýjasta septembermánuð frá því að beinar mælingar hófust. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) stefnir í að árið í ár verði það annað hlýjasta í mælingasögunni. Hitinn var 0,95°C yfir meðaltali 20. aldar í september, sá sami og methitinn sem mældist í september árið 2015. September var jafnframt 43. septembermánuðurinn í röð og 417. mánuðurinn í röð með hita yfir meðaltalinu. NOAA telur nú nær öruggt að 2019 verði á meðal fimm hlýjustu ára frá upphafi mælinga fyrir um 140 árum. Líklegast verði það á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið. Mánaðarmet var slegið á 7,93% land- og hafsvæða jarðar í september. Hvergi var kuldamet slegið. Sérstaklega hlýtt var í Norður-Ameríku og á norðurhveli almennt í september. Hitamet var slegið yfir Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Mexíkóflóa og í kringum Havaí var mánuðurinn sá þriðji hlýjasti frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og einni gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu í september var sú þriðja minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugarins. Hún var rétt tæpum þriðjungi undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Þegar útbreiðsla hafíssins var minnst í lok sumars nam hún um 4,1 milljón ferkílómetra. Það var önnur minnsta lágmarksútbreiðsla hafíssins, jöfn í öðru sæti með árunum 2007 og 2016. Við Suðurskautslandið var hafísþekjan 1,3% minni en að meðaltali á milli 1981 og 2010. Útbreiðslan var sú þrettánda minnsta þar í mælingasögunni. Tölur NOAA lýsa þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið á jörðinni frá iðnbyltingu með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Eins og veðurfræðingar Washington Post benda þó á er hlýnun jarðar ekki línuleg þar sem hvert ár er því fyrra hlýrra. Hnattræn hlýnun er mæld yfir lengri tímabil, að minnsta kosti áratugi og þaðan af lengur.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21 Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21
Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent