Erlent

Vegum lokað og fjalla­kofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc

Atli Ísleifsson skrifar
Í Mont Blanc fjalllendinu í Ölpunum eru ellefu tindar sem eru hærri en 4.000 metrar.
Í Mont Blanc fjalllendinu í Ölpunum eru ellefu tindar sem eru hærri en 4.000 metrar. Getty

Yfirvöld á Ítalíu hafa lokað vegum og rýmt fjallakofa eftir að sérfræðingar vöruðu við því að hluti af jöklinum á Mont Blanc gæti hrunið.

Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum sem er á Grandes Jorasse tindi á þessu hæsta fjalli Vestur-Evrópu.

Bæjarstjórinn í ítalska bænum Courmayer í hlíðum fjallsins segir ljóst að loftslagsbreytingar séu að breyta fjallinu. Hafa sérfræðingar greint frá því að hluti jökulsins færist um 50 til 60 sentimetra á hverjum degi.

Í Mont Blanc fjalllendinu í Ölpunum eru ellefu tindar sem eru hærri en 4.000 metrar og þangað koma hundruð þúsunda ferðamanna á hverju ári.

Bæjarstjórinn í Courmayer segir að íbúahús á svæðinu stafi ekki sérstök hætta en að verið væri að rýma fjallakofa á svæðinu í varúðarskyni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.