Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2019 10:44 Líkamsleifar Franco hafa hvílt í Dal hinna föllnu, norður af Madríd. Getty Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að jarðneskar leifar hershöfðingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra landsins, skuli fluttar úr grafhýsinu í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos) norður af Madríd, á fimmdaginn næsta. Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco. Málið hefur verið mjög umdeilt í landinu en vinstristjórn Pedro Sanchez forsætisráðherra hefur þrýst mjög á að leifarnar skuli fluttar í Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitinn, þar sem Carmen Polo, eiginkona Franco, hvílir. Upphaflega stóð til að flytja líkamsleifar Franco í júní, en afkomendur hans áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar sem kvað svo upp sinn dóm í síðasta mánuði. Lýsti Sanchez dómnum sem „sigri fyrir lýðræðið“.Ekki staður til að upphefja einræðisherrann Stjórn Sanchez hefur lagt áherslu á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar um 34 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum margra þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.Vísir/GettyLokað frá 11. október Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959, en hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Grafhýsið í Dal hinna föllnu hefur verið lokað almenningi frá 11. október til að tryggja öryggi við flutninginn, en áætlað er að um 240 þúsund manns sæki staðinn heim á hverju ári. Spánn Tengdar fréttir Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að jarðneskar leifar hershöfðingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra landsins, skuli fluttar úr grafhýsinu í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos) norður af Madríd, á fimmdaginn næsta. Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco. Málið hefur verið mjög umdeilt í landinu en vinstristjórn Pedro Sanchez forsætisráðherra hefur þrýst mjög á að leifarnar skuli fluttar í Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitinn, þar sem Carmen Polo, eiginkona Franco, hvílir. Upphaflega stóð til að flytja líkamsleifar Franco í júní, en afkomendur hans áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar sem kvað svo upp sinn dóm í síðasta mánuði. Lýsti Sanchez dómnum sem „sigri fyrir lýðræðið“.Ekki staður til að upphefja einræðisherrann Stjórn Sanchez hefur lagt áherslu á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar um 34 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum margra þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.Vísir/GettyLokað frá 11. október Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959, en hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Grafhýsið í Dal hinna föllnu hefur verið lokað almenningi frá 11. október til að tryggja öryggi við flutninginn, en áætlað er að um 240 þúsund manns sæki staðinn heim á hverju ári.
Spánn Tengdar fréttir Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07