Mesta skothríð Gylfa á ferlinum var á móti Arsenal í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Arsenal í gær. Getty/Simon Stacpoole Við fengum ekki íslenskt mark í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í gær en aftur á móti nóg af íslenskum markskotum á Goodison Park í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson náði ekki að skora sjálfur eða leggja upp mark á móti Arsenal á Goodison Park í gær en það var ekki vegna þess að hann reyndi ekki. Gylfi setti nýtt persónulegt met í leiknum með því að reyna sjö skot að marki Arsenal-liðsins en hann var með jafnmörg skot í leiknum og allir leikmenn Arsenal liðsins til samans.Gylfi Sigurdsson had as many shots (7) as the entire Arsenal team combined at Goodison Park on Sunday afternoon. He also created four chances, the most on the pitch. pic.twitter.com/E1xTimYJGk — Squawka Football (@Squawka) April 7, 2019Gylfi getur samt verið smá svekktur út í sjálfan sig með því að gera ekki betur í nokkrum færa sinna í leiknum en í seinni hálfleiknum hefði hann getað farið langt með að innsigla sigur Everton en hitti boltann ekki nægilega vel. Það kom þó ekki að sök því Everton hélt út og vann 1-0 sigur á Arsenal. Gylfi var ekki aðeins að reyna að skora sjálfur því fjórum sinnum spilaði hann liðsfélaga sína í færi en enginn þeirra náði að skora. Gylfi fékk því ekki stoðsendingu en var með þessar fjórar lykilsendingar sem var það mesta hjá öllum á vellinum. Gylfi var því sá leikmaður leiksins sem bæði skaut oftast að marki og sá sem bjó til flest færi. Engin af þessum ellefu tilraunum Gylfa (sjö skot og fjórar lykilsendingar) skiluðu marki en okkar maður var allt í öllu í þessum þriðja sigurleik Everton-liðsins í röð.Everton 1-0 Arsenal FT: Shots: 23-7 Pass accuracy: 78%-80% Chances created: 14-5 Possession: 43%-57% Fouls conceded: 8-9 Three wins in a row for the Toffees. pic.twitter.com/bGK7VmD6dU — Squawka Football (@Squawka) April 7, 2019Gylfi hafði komið að marki í fyrstu tveimur leikjunum í sigurgöngunni en Everton er ekki aðeins með 9 stig út úr síðustu þremur leikjum sínum í deildinni heldur er liðið einnig með hreint mark í þeim. Gylfi er áfram með tólf mörk og fjórar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en enginn leikmaður Everton hefur komið að fleiri mörkum. Gylfi hefur skorað jafnmörg mörk og Brasilíumaðurinn Richarlison. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik á Goodison Park í gær:Klippa: FT Everton 1 - 0 Arsenal Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Við fengum ekki íslenskt mark í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í gær en aftur á móti nóg af íslenskum markskotum á Goodison Park í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson náði ekki að skora sjálfur eða leggja upp mark á móti Arsenal á Goodison Park í gær en það var ekki vegna þess að hann reyndi ekki. Gylfi setti nýtt persónulegt met í leiknum með því að reyna sjö skot að marki Arsenal-liðsins en hann var með jafnmörg skot í leiknum og allir leikmenn Arsenal liðsins til samans.Gylfi Sigurdsson had as many shots (7) as the entire Arsenal team combined at Goodison Park on Sunday afternoon. He also created four chances, the most on the pitch. pic.twitter.com/E1xTimYJGk — Squawka Football (@Squawka) April 7, 2019Gylfi getur samt verið smá svekktur út í sjálfan sig með því að gera ekki betur í nokkrum færa sinna í leiknum en í seinni hálfleiknum hefði hann getað farið langt með að innsigla sigur Everton en hitti boltann ekki nægilega vel. Það kom þó ekki að sök því Everton hélt út og vann 1-0 sigur á Arsenal. Gylfi var ekki aðeins að reyna að skora sjálfur því fjórum sinnum spilaði hann liðsfélaga sína í færi en enginn þeirra náði að skora. Gylfi fékk því ekki stoðsendingu en var með þessar fjórar lykilsendingar sem var það mesta hjá öllum á vellinum. Gylfi var því sá leikmaður leiksins sem bæði skaut oftast að marki og sá sem bjó til flest færi. Engin af þessum ellefu tilraunum Gylfa (sjö skot og fjórar lykilsendingar) skiluðu marki en okkar maður var allt í öllu í þessum þriðja sigurleik Everton-liðsins í röð.Everton 1-0 Arsenal FT: Shots: 23-7 Pass accuracy: 78%-80% Chances created: 14-5 Possession: 43%-57% Fouls conceded: 8-9 Three wins in a row for the Toffees. pic.twitter.com/bGK7VmD6dU — Squawka Football (@Squawka) April 7, 2019Gylfi hafði komið að marki í fyrstu tveimur leikjunum í sigurgöngunni en Everton er ekki aðeins með 9 stig út úr síðustu þremur leikjum sínum í deildinni heldur er liðið einnig með hreint mark í þeim. Gylfi er áfram með tólf mörk og fjórar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en enginn leikmaður Everton hefur komið að fleiri mörkum. Gylfi hefur skorað jafnmörg mörk og Brasilíumaðurinn Richarlison. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik á Goodison Park í gær:Klippa: FT Everton 1 - 0 Arsenal
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti