Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2019 22:07 Boeing 737 MAX vélarnar voru allar kyrrsettar í mars síðastliðinn. Getty Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lokið við þróun á hugbúnaðaruppfærslu 737 MAX vélanna. Boeing greindi frá þessu í fréttatilkynningu fyrr í dag. Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að Boeing vinni einnig að því að veita frekari upplýsingar til bandarískra flugmálayfirvalda um hvernig flugstjórar skuli notast við búnað í mismunandi aðstæðum. Boeing 737 MAX vélarnar voru allar kyrrsettar í kjölfar þess að slík vél Ethiopian Airlines hrapaði í mars, innan við hálfu ári eftir að vél Lion Air af sömu gerð hrapaði í Indónesíu. Alls fórust 346 manns í slysunum. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Dennis Muilenburg, framkvæmdastjóra Boeing, að með nýjum og uppfærðum hugbúnaði verði Boeing 737 MAX vélarnar einar af öruggustu vélum flugsögunnar. Eftir flugslysin í Indónesíu og Eþíópíu beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu.We have completed development of the updated software for the 737 MAX, along with associated simulator testing and the company’s engineering test flight. Read our progress update here: https://t.co/bQf8quLkXn — The Boeing Company (@Boeing) May 16, 2019 Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing 737 MAX: Lágt miðaverð ræður enn mestu við kaup á flugmiðum Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. 15. maí 2019 18:49 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lokið við þróun á hugbúnaðaruppfærslu 737 MAX vélanna. Boeing greindi frá þessu í fréttatilkynningu fyrr í dag. Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. Í yfirlýsingunni segir ennfremur að Boeing vinni einnig að því að veita frekari upplýsingar til bandarískra flugmálayfirvalda um hvernig flugstjórar skuli notast við búnað í mismunandi aðstæðum. Boeing 737 MAX vélarnar voru allar kyrrsettar í kjölfar þess að slík vél Ethiopian Airlines hrapaði í mars, innan við hálfu ári eftir að vél Lion Air af sömu gerð hrapaði í Indónesíu. Alls fórust 346 manns í slysunum. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Dennis Muilenburg, framkvæmdastjóra Boeing, að með nýjum og uppfærðum hugbúnaði verði Boeing 737 MAX vélarnar einar af öruggustu vélum flugsögunnar. Eftir flugslysin í Indónesíu og Eþíópíu beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu.We have completed development of the updated software for the 737 MAX, along with associated simulator testing and the company’s engineering test flight. Read our progress update here: https://t.co/bQf8quLkXn — The Boeing Company (@Boeing) May 16, 2019
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing 737 MAX: Lágt miðaverð ræður enn mestu við kaup á flugmiðum Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. 15. maí 2019 18:49 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Boeing 737 MAX: Lágt miðaverð ræður enn mestu við kaup á flugmiðum Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. 15. maí 2019 18:49