Viðskipti erlent

Boeing 737 MAX: Lágt miða­verð ræður enn mestu við kaup á flug­miðum

Atli Ísleifsson skrifar
Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars.
Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Getty

Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters. Könnunin bendir til að tvö mannskæð flugslys, þar sem Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX komu við sögu, hafi haft lítil áhrif á hegðun neytenda.

Í frétt Reuters segir að könnunnin sýni að einungis um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna þekki til flugslysanna í Indónesíu í október á síðasta ári og Eþíópíu í mars síðastliðinn þar sem alls 346 manns fórust. 43 prósent aðspurðra gátu nefnt hvaða tegund flugvélar kom þar við sögu.

Í könnuninni kom fram að þrjú prósent Bandaríkjamanna sagði flugvélaframleiðandi eða tegund mikilvægasta þáttinn við kaup á flugmiðum. 57 prósent aðspurðra sögðu miðaverð ráða mestu, fjórtán prósent flugfélag, og níu prósent fjöldi millilendinga.

Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX voru allar kyrrsettar í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í mars. Eftir flugslysin beindust böndin að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna þar sem vísbendingar voru um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. Boeing hefur nú sagst hafa uppfært búnaðinn þannig að vélarnar séu öruggar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.