Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 15:56 Kollhúfa, eða kippa, sem karlkyns gyðingar bera. getty/Vyacheslav Madiyevskyy Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar. Þýskaland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar.
Þýskaland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira