Fyrsta tunglfar Ísraelsmanna farið af stað Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 10:30 Vísir/SpaceX Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á. Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á.
Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira