Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 14:36 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. Lögregla hóf leit að vísbendingum í og við vatnið í dag. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá ferðum mannanna tveggja í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Hann segist hafa séð þá tvisvar við veiðar á bryggju við Langavatn, um hundrað metrum frá heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Eitthvað í fari mannanna hafi verið einkennilegt. „Ég hef aldrei séð neinn veiða á bryggjunni áður en það gæti vel verið algengt. Það var aðallega heildarmyndin sem mér fannst skrýtin. Það var sláandi hvað þeir létu sig annað fólk litlu skipta og þeir höfðu með sér stóra myndavél með stórri aðdráttarlinsu,“ hefur VG eftir manninum.Heyrðist þeir tala austurevrópskt tungumál Hann segist hafa farið niður að bryggjunni með börn sín næstum hverja helgi síðustu tvö ár til að gefa öndunum brauð. Hann hafi séð mennina tvisvar, í september eða október, og tilkynnt ferðir þeirra til lögreglu um leið og fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth. Maðurinn telur þá hafa verið svartklædda, um 35-45 ára gamla og þá heyrðist honum þeir tala austurevrópskt tungumál, þó ekki pólsku.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Langavatn er um hundrað metra aftan við húsið.EPA/Vidar RuudLögregla í Noregi hefur ekki útilokað að ræningjarnir hafi fylgst náið með Anne-Elisabeth og eiginmanni hennar, Tom Hagen, í aðdraganda hvarfs hennar. Þá sagði fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni í samtali við norska ríkisútvarpið NRK á dögunum að hann teldi líklegt að mannræningjarnir tengdust glæpagengjum af Balkanskaganum. Þó er tekið sérstaklega fram í frétt VG að vatnið sé vinsæll fuglaskoðunarstaður og því alls ekki óvanalegt að þar sé fólk á ferli með myndavélar.Leita ekki að Anne-Elisabeth í vatninu Í morgun hóf norska lögreglan leit við Langavatn og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé leitað að Anne-Elisabeth sjálfri í vatninu heldur vísbendingum sem gætu komið að notum við rannsókn málsins. Gert er ráð fyrir að leitað verði áfram við vatnið næstu tvo daga. Lögregla hyggst ekki tjá sig um það sem kafarar og rannsóknarlögreglumenn kunni að finna við leitina. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október síðastliðinn og hefur lögregla engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt en mannræningjar hafa krafist milljónalausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. Lögregla hóf leit að vísbendingum í og við vatnið í dag. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá ferðum mannanna tveggja í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Hann segist hafa séð þá tvisvar við veiðar á bryggju við Langavatn, um hundrað metrum frá heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Eitthvað í fari mannanna hafi verið einkennilegt. „Ég hef aldrei séð neinn veiða á bryggjunni áður en það gæti vel verið algengt. Það var aðallega heildarmyndin sem mér fannst skrýtin. Það var sláandi hvað þeir létu sig annað fólk litlu skipta og þeir höfðu með sér stóra myndavél með stórri aðdráttarlinsu,“ hefur VG eftir manninum.Heyrðist þeir tala austurevrópskt tungumál Hann segist hafa farið niður að bryggjunni með börn sín næstum hverja helgi síðustu tvö ár til að gefa öndunum brauð. Hann hafi séð mennina tvisvar, í september eða október, og tilkynnt ferðir þeirra til lögreglu um leið og fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth. Maðurinn telur þá hafa verið svartklædda, um 35-45 ára gamla og þá heyrðist honum þeir tala austurevrópskt tungumál, þó ekki pólsku.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Langavatn er um hundrað metra aftan við húsið.EPA/Vidar RuudLögregla í Noregi hefur ekki útilokað að ræningjarnir hafi fylgst náið með Anne-Elisabeth og eiginmanni hennar, Tom Hagen, í aðdraganda hvarfs hennar. Þá sagði fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni í samtali við norska ríkisútvarpið NRK á dögunum að hann teldi líklegt að mannræningjarnir tengdust glæpagengjum af Balkanskaganum. Þó er tekið sérstaklega fram í frétt VG að vatnið sé vinsæll fuglaskoðunarstaður og því alls ekki óvanalegt að þar sé fólk á ferli með myndavélar.Leita ekki að Anne-Elisabeth í vatninu Í morgun hóf norska lögreglan leit við Langavatn og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé leitað að Anne-Elisabeth sjálfri í vatninu heldur vísbendingum sem gætu komið að notum við rannsókn málsins. Gert er ráð fyrir að leitað verði áfram við vatnið næstu tvo daga. Lögregla hyggst ekki tjá sig um það sem kafarar og rannsóknarlögreglumenn kunni að finna við leitina. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október síðastliðinn og hefur lögregla engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt en mannræningjar hafa krafist milljónalausnargjalds í órekjanlegri rafmynt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54