Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2019 09:05 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Nágranni Hagen-hjónanna í Lørenskógi kveðst hafa séð dularfullum bíl ekið undarlega leið upp að heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt úr húsinu. Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. Í dag er vika síðan fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth, 68 ára húsmóður og eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Nágranninn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum, líkt og flestir Norðmenn, og minntist fljótlega skringilegs atviks sem hann varð vitni að sama dag og Anne-Elisabeth hvarf. Hann lýsir því í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG, að hann hafi séð bíl aka eftir afleggjara að húsi hjónanna á milli 8:30 og 10:30 að morgni 31. október. Nágranninn segir í samtali við VG að hann hafi verið á leiðinni í göngutúr og staðið fyrir utan dyrnar að fjölbýlishúsinu sem hann býr í þegar bílnum var ekið fram hjá. „Það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér en vanalega stoppar maður við endann á blokkinni þar sem vegurinn endar. En í þessu tilviki hélt bíllinn áfram yfir grasið og upp á malarveginn sem liggur að húsi Hagen-hjónanna.“ Nágranninn segist halda að bíllinn hafi líklega verið silfurlitaður jepplingur. Hann segist ekki hafa séð hversu margir voru í bílnum en telur að hann hafi verið á norskum númerum. Lögreglustjórinn Tommy Brøske segir í samtali við VG að frásögn nágrannans sé afar áhugaverð. Nágranninn segist þó þegar hafa komið ábendingunni til lögreglu. Nú þegar vika er liðin frá fyrstu fregnum af mannráninu hefur lögreglu borist yfir 800 ábendingar í tengslum við málið. Gefið hefur verið út að síðast hafi heyrst til Anne-Elisabeth þegar hún ræddi við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9:14 að morgni 31. október. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið numin á brott einhvern tímann á milli 9:15 og 13:30, þegar Tom Hagen sneri heim úr vinnu. Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29 Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Nágranni Hagen-hjónanna í Lørenskógi kveðst hafa séð dularfullum bíl ekið undarlega leið upp að heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt úr húsinu. Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. Í dag er vika síðan fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth, 68 ára húsmóður og eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Nágranninn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum, líkt og flestir Norðmenn, og minntist fljótlega skringilegs atviks sem hann varð vitni að sama dag og Anne-Elisabeth hvarf. Hann lýsir því í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG, að hann hafi séð bíl aka eftir afleggjara að húsi hjónanna á milli 8:30 og 10:30 að morgni 31. október. Nágranninn segir í samtali við VG að hann hafi verið á leiðinni í göngutúr og staðið fyrir utan dyrnar að fjölbýlishúsinu sem hann býr í þegar bílnum var ekið fram hjá. „Það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér en vanalega stoppar maður við endann á blokkinni þar sem vegurinn endar. En í þessu tilviki hélt bíllinn áfram yfir grasið og upp á malarveginn sem liggur að húsi Hagen-hjónanna.“ Nágranninn segist halda að bíllinn hafi líklega verið silfurlitaður jepplingur. Hann segist ekki hafa séð hversu margir voru í bílnum en telur að hann hafi verið á norskum númerum. Lögreglustjórinn Tommy Brøske segir í samtali við VG að frásögn nágrannans sé afar áhugaverð. Nágranninn segist þó þegar hafa komið ábendingunni til lögreglu. Nú þegar vika er liðin frá fyrstu fregnum af mannráninu hefur lögreglu borist yfir 800 ábendingar í tengslum við málið. Gefið hefur verið út að síðast hafi heyrst til Anne-Elisabeth þegar hún ræddi við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9:14 að morgni 31. október. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið numin á brott einhvern tímann á milli 9:15 og 13:30, þegar Tom Hagen sneri heim úr vinnu.
Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29 Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54