Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2019 09:05 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Nágranni Hagen-hjónanna í Lørenskógi kveðst hafa séð dularfullum bíl ekið undarlega leið upp að heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt úr húsinu. Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. Í dag er vika síðan fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth, 68 ára húsmóður og eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Nágranninn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum, líkt og flestir Norðmenn, og minntist fljótlega skringilegs atviks sem hann varð vitni að sama dag og Anne-Elisabeth hvarf. Hann lýsir því í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG, að hann hafi séð bíl aka eftir afleggjara að húsi hjónanna á milli 8:30 og 10:30 að morgni 31. október. Nágranninn segir í samtali við VG að hann hafi verið á leiðinni í göngutúr og staðið fyrir utan dyrnar að fjölbýlishúsinu sem hann býr í þegar bílnum var ekið fram hjá. „Það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér en vanalega stoppar maður við endann á blokkinni þar sem vegurinn endar. En í þessu tilviki hélt bíllinn áfram yfir grasið og upp á malarveginn sem liggur að húsi Hagen-hjónanna.“ Nágranninn segist halda að bíllinn hafi líklega verið silfurlitaður jepplingur. Hann segist ekki hafa séð hversu margir voru í bílnum en telur að hann hafi verið á norskum númerum. Lögreglustjórinn Tommy Brøske segir í samtali við VG að frásögn nágrannans sé afar áhugaverð. Nágranninn segist þó þegar hafa komið ábendingunni til lögreglu. Nú þegar vika er liðin frá fyrstu fregnum af mannráninu hefur lögreglu borist yfir 800 ábendingar í tengslum við málið. Gefið hefur verið út að síðast hafi heyrst til Anne-Elisabeth þegar hún ræddi við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9:14 að morgni 31. október. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið numin á brott einhvern tímann á milli 9:15 og 13:30, þegar Tom Hagen sneri heim úr vinnu. Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29 Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Nágranni Hagen-hjónanna í Lørenskógi kveðst hafa séð dularfullum bíl ekið undarlega leið upp að heimili hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth Hagen var rænt úr húsinu. Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. Í dag er vika síðan fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth, 68 ára húsmóður og eiginkonu Tom Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Nágranninn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum, líkt og flestir Norðmenn, og minntist fljótlega skringilegs atviks sem hann varð vitni að sama dag og Anne-Elisabeth hvarf. Hann lýsir því í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG, að hann hafi séð bíl aka eftir afleggjara að húsi hjónanna á milli 8:30 og 10:30 að morgni 31. október. Nágranninn segir í samtali við VG að hann hafi verið á leiðinni í göngutúr og staðið fyrir utan dyrnar að fjölbýlishúsinu sem hann býr í þegar bílnum var ekið fram hjá. „Það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér en vanalega stoppar maður við endann á blokkinni þar sem vegurinn endar. En í þessu tilviki hélt bíllinn áfram yfir grasið og upp á malarveginn sem liggur að húsi Hagen-hjónanna.“ Nágranninn segist halda að bíllinn hafi líklega verið silfurlitaður jepplingur. Hann segist ekki hafa séð hversu margir voru í bílnum en telur að hann hafi verið á norskum númerum. Lögreglustjórinn Tommy Brøske segir í samtali við VG að frásögn nágrannans sé afar áhugaverð. Nágranninn segist þó þegar hafa komið ábendingunni til lögreglu. Nú þegar vika er liðin frá fyrstu fregnum af mannráninu hefur lögreglu borist yfir 800 ábendingar í tengslum við málið. Gefið hefur verið út að síðast hafi heyrst til Anne-Elisabeth þegar hún ræddi við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9:14 að morgni 31. október. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið numin á brott einhvern tímann á milli 9:15 og 13:30, þegar Tom Hagen sneri heim úr vinnu.
Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29 Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær. 11. janúar 2019 11:29
Skilaboð mannræningjanna á bjagaðri norsku Skilaboðin sem mannræningjarnir skildu eftir heima hjá þeim Tom Hagen og konu hans Anne-Elisabeth Falkevik Hagen þegar Anne-Elisabeth var rænt voru á bjagaðri norsku, einhvers konar blöndu af norsku, austur-evrópsku tungumáli eða Google-þýðingu. 11. janúar 2019 19:38
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54