Hafa fengið ábendingar um mennina á upptökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 11:29 Mennirnir þrír sem lögregla vill ná tali af. Mynd/Samsett Norsku lögreglunni hefur fengið ábendingar um mennina sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan vinnustað Tom Hagen daginn sem eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, var rænt. Þetta sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske á blaðamannafundi vegna mannránsins sem haldinn var í Ósló í dag. Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær en þá birti lögregla myndbönd úr öryggismyndavélum fyrir utan skrifstofu Hagen frá 31. október síðastliðnum. Lögregla óskar enn eftir að ná tali af mönnunum þremur sem sjást á myndböndunum, tveir þeirra eru fótgangandi en sá þriðji hjólandi.Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.Að sögn Brøske hefur lögreglu ekki tekist að bera kennsl á mennina. Hins vegar hafi borist ábendingar í tengslum við tvo þeirra. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að hinum tveimur fótgangandi en Brøske sagði á blaðamannafundinum í dag að ferðalag þeirra fyrir utan skrifstofuna geti bent til þess að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn. Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Í gær greindi lögregla frá því að borist hefðu yfir 100 ábendingar vegna mannránsins í gær og í dag hafði lögregla fengið 150 í viðbót. Þær snúa til að mynda að mannaferðum í og við skrifstofu Hagen, auk heimilisfanga og bifreiða. Brøske lagði áherslu á að almenningur héldi áfram að senda inn ábendingar um grunsamlegt athæfi um það leyti sem Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi. Þá sagði hann rannsókn lögreglu í og við húsið enn standa yfir. Þá sagði Brøske að lögregla hefði engar vísbendingar um það hvar Anne-Elisabeth væri niðurkomin. Vel gæti verið að farið hefði verið með hana úr landi en lögregla biður norsku þjóðina þó um að vera vakandi fyrir stöðum sem gætu hentað sem felustaðir. Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Norsku lögreglunni hefur fengið ábendingar um mennina sem sáust á upptökum öryggismyndavéla fyrir utan vinnustað Tom Hagen daginn sem eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, var rænt. Þetta sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske á blaðamannafundi vegna mannránsins sem haldinn var í Ósló í dag. Brøske sagði í raun engar nýjar vendingar hafa orðið í málinu síðan í gær en þá birti lögregla myndbönd úr öryggismyndavélum fyrir utan skrifstofu Hagen frá 31. október síðastliðnum. Lögregla óskar enn eftir að ná tali af mönnunum þremur sem sjást á myndböndunum, tveir þeirra eru fótgangandi en sá þriðji hjólandi.Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt.Að sögn Brøske hefur lögreglu ekki tekist að bera kennsl á mennina. Hins vegar hafi borist ábendingar í tengslum við tvo þeirra. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að hinum tveimur fótgangandi en Brøske sagði á blaðamannafundinum í dag að ferðalag þeirra fyrir utan skrifstofuna geti bent til þess að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn. Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Í gær greindi lögregla frá því að borist hefðu yfir 100 ábendingar vegna mannránsins í gær og í dag hafði lögregla fengið 150 í viðbót. Þær snúa til að mynda að mannaferðum í og við skrifstofu Hagen, auk heimilisfanga og bifreiða. Brøske lagði áherslu á að almenningur héldi áfram að senda inn ábendingar um grunsamlegt athæfi um það leyti sem Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi. Þá sagði hann rannsókn lögreglu í og við húsið enn standa yfir. Þá sagði Brøske að lögregla hefði engar vísbendingar um það hvar Anne-Elisabeth væri niðurkomin. Vel gæti verið að farið hefði verið með hana úr landi en lögregla biður norsku þjóðina þó um að vera vakandi fyrir stöðum sem gætu hentað sem felustaðir.
Mannrán í Noregi Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Upptökurnar eru frá því 31. október síðastliðinn, daginn sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf. 10. janúar 2019 11:38
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11