Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 07:37 Markmið Mueller með óvæntum blaðamannafundi í síðasta mánuði virtist meðal annars að fyrirbyggja að hann yrði látinn bera vitni fyrir þingnefnd. Formenn tveggja nefnda hafa nú stefnt honum til þess. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur fallist á að bera vitni fyrir tveimur þingnefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Þar mun hann svara spurningum um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og tilraunum Donalds Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, tilkynntu í gær að Mueller myndi bera vitni fyrir leyniþjónustu- og dómsmálanefndunum 17. júlí. Formenn nefndanna höfðu stefnt Mueller til að bera vitni og segir New York Times að hann hafi orðið við þeim. Mueller hefur aðeins tjáð sig einu sinni um rannsókn sína sem stóð yfir í tæp tvö ár. Á blaðamannafundi sem hann boðaði óvænt til í maí gaf hann sterklega í skyn að hann vildi ekki vera dreginn fyrir þingnefnd til að bera vitni. Mögulegur framburður hans þar myndi ekki fela í sér meira en það sem kom fram í skýrslu hans. Jerrold Nadler og Adam Schiff, formenn þingnefndanna, sögðust í bréfi til Mueller hafa skilning á því að hann hefði efasemdir um að bera vitni en þeir kröfðust þess engu að síður að hann gerði það. „Bandarískur almenningur á það skilið að heyra beint frá þér um rannsókn þína og niðurstöður. Við munum vinna með þér að því að taka á gildum áhyggjum til að verja heilindi vinnu þinnar en við búumst við því að þú komir fyrir nefndir okkar samkvæmt áætlun,“ skrifuðu formennirnir til Mueller.Gat ekki hreinsað forsetann af sök í skýrslunni Skýrsla Mueller var gerð opinber að mestu á skírdag. Samkvæmt henni gat Mueller ekki sýnt fram á að forsetaframboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda jafnvel þó að í skýrslunni sé rakinn fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til lögfræðiálits dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Greindi Mueller aftur á móti frá ellefu atriðum sem túlka mætti sem tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Tók Mueller sérstaklega fram í skýrslu sinni og síðar á blaðamannafundinum í síðasta mánuði að teldu saksóknarar hans að forsetinn væri saklaus af ásökunum um að hindra framgang réttvísinnar hefðu þeir lýst þeirri skoðun sinni. Þeir gætu ekki hreinsað forsetann af sök. Hvíta húsið hefur undanfarið sóst eftir að stöðva tilraunir demókrata í fulltrúadeildinni til að rannsaka Trump og ýmsar stjórnarathafnir. Þannig hefur það skipað núverandi og fyrrverandi embættismönnum að hunsa stefnur þingnefnda um gögn og vitnisburð. Ekki er ljóst hvort að Hvíta húsið muni reyna að koma í veg fyrir að Mueller beri vitni. Nær öruggt er að fjaðrafok verði í kringum vitnisburð Mueller í Bandaríkjaþingi. Líklegt er að framburður hans verði sendur út í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem demókratar munu reyna að fá upp úr Mueller upplýsingar um mögulega glæpi forsetans en repúblikanar gera sitt besta til að verja hann í bak og fyrir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur fallist á að bera vitni fyrir tveimur þingnefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Þar mun hann svara spurningum um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og tilraunum Donalds Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, tilkynntu í gær að Mueller myndi bera vitni fyrir leyniþjónustu- og dómsmálanefndunum 17. júlí. Formenn nefndanna höfðu stefnt Mueller til að bera vitni og segir New York Times að hann hafi orðið við þeim. Mueller hefur aðeins tjáð sig einu sinni um rannsókn sína sem stóð yfir í tæp tvö ár. Á blaðamannafundi sem hann boðaði óvænt til í maí gaf hann sterklega í skyn að hann vildi ekki vera dreginn fyrir þingnefnd til að bera vitni. Mögulegur framburður hans þar myndi ekki fela í sér meira en það sem kom fram í skýrslu hans. Jerrold Nadler og Adam Schiff, formenn þingnefndanna, sögðust í bréfi til Mueller hafa skilning á því að hann hefði efasemdir um að bera vitni en þeir kröfðust þess engu að síður að hann gerði það. „Bandarískur almenningur á það skilið að heyra beint frá þér um rannsókn þína og niðurstöður. Við munum vinna með þér að því að taka á gildum áhyggjum til að verja heilindi vinnu þinnar en við búumst við því að þú komir fyrir nefndir okkar samkvæmt áætlun,“ skrifuðu formennirnir til Mueller.Gat ekki hreinsað forsetann af sök í skýrslunni Skýrsla Mueller var gerð opinber að mestu á skírdag. Samkvæmt henni gat Mueller ekki sýnt fram á að forsetaframboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda jafnvel þó að í skýrslunni sé rakinn fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til lögfræðiálits dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Greindi Mueller aftur á móti frá ellefu atriðum sem túlka mætti sem tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Tók Mueller sérstaklega fram í skýrslu sinni og síðar á blaðamannafundinum í síðasta mánuði að teldu saksóknarar hans að forsetinn væri saklaus af ásökunum um að hindra framgang réttvísinnar hefðu þeir lýst þeirri skoðun sinni. Þeir gætu ekki hreinsað forsetann af sök. Hvíta húsið hefur undanfarið sóst eftir að stöðva tilraunir demókrata í fulltrúadeildinni til að rannsaka Trump og ýmsar stjórnarathafnir. Þannig hefur það skipað núverandi og fyrrverandi embættismönnum að hunsa stefnur þingnefnda um gögn og vitnisburð. Ekki er ljóst hvort að Hvíta húsið muni reyna að koma í veg fyrir að Mueller beri vitni. Nær öruggt er að fjaðrafok verði í kringum vitnisburð Mueller í Bandaríkjaþingi. Líklegt er að framburður hans verði sendur út í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem demókratar munu reyna að fá upp úr Mueller upplýsingar um mögulega glæpi forsetans en repúblikanar gera sitt besta til að verja hann í bak og fyrir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43