Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 23:42 Spjót dómsmálaráðuneytis Trump forseta beinast nú að CIA sem hóf gagnnjósnarannsókn á samskiptum framboðs hans við Rússa árið 2016. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið falast nú eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunnar CIA vegna endurskoðunar þess á Rússarannsókninni svonefndu. Svo virðist sem að ráðuneytið vilji kanna ályktanir leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að sigra. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði á milli útsendara þeirra og forsetaframboðs Trump, boðaði William Barr, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðun á rannsókninni. Repúblikanar hafa lengi krafist rannsóknar á rannsókninni og þeir halda því meðal annars fram að njósnað hafi verið um starfsmenn framboðs Trump.New York Times segir að ráðuneytið vilji nú ræða við að minnsta kosti einn gagnnjósnasérfræðing og háttsettan greinanda hjá CIA í tengslum við endurskoðunina. Þeir tóku báðir þátt í rannsókn stofnunarinnar á herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller komst að afdráttarlausri niðurstöðu um að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Ákærði hann meðal annars rússneskt fyirtæki og einstaklinga því tengda sem ráku leynilega áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Staðfesti Mueller þannig ályktun leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sem legið hefur fyrir í tvö ár. Trump hefur hins vegar staðfastlega neitað að taka undir mat leyniþjónustustofnana sinna. Forsetinn hefur jafnvel tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og sagst trúa neitunum hans umfram bandarískar leyniþjónustustofnanir.Órói innan CIA vegna endurskoðunarinnar CIA hóf svokallaða gagnnjósnarannsókn á forsetaframboði Trump þegar árið 2016 þegar hún fékk spurnir af grunsamlega tíðum samskiptum starfsmanna þess við Rússa. Barr hefur sagst vilja komast til botns í hvernig það kom til og hvort löggæsluyfirvöld hafi misnotað vald sitt. Endurskoðunin er sögð valda fulltrúum CIA áhyggjum og heilabrotum. Þó að endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sé ekki sakamálarannsókn furða þeir sig á því hvers vegna greiningarvinna leyniþjónustunnar sé undir endurskoðun saksóknara komin. Gina Haspel, forstjóri CIA, hefur sagt að stofnunin muni vinna með John H. Durham, alríkissaksóknara sem Barr dómsmálaráðherra fól að endurskoða Rússarannsóknina. Hún muni þó ekki veita upplýsingar sem geti stefnt heimildarmönnum, aðferðum eða sambandi við bandamenn í hættu. Þrátt fyrir að Mueller hafi í rannsókn sinni ekki talið sýnt fram á glæpsamlegt samráð á milli forsetaframboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda lýsti hann fjölda samskipta þeirra á milli í skýrslu sinni. Nokkrir starfsmenn framboðsins voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við Rússa, þar á meðal fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri og ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið falast nú eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunnar CIA vegna endurskoðunar þess á Rússarannsókninni svonefndu. Svo virðist sem að ráðuneytið vilji kanna ályktanir leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að sigra. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði á milli útsendara þeirra og forsetaframboðs Trump, boðaði William Barr, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðun á rannsókninni. Repúblikanar hafa lengi krafist rannsóknar á rannsókninni og þeir halda því meðal annars fram að njósnað hafi verið um starfsmenn framboðs Trump.New York Times segir að ráðuneytið vilji nú ræða við að minnsta kosti einn gagnnjósnasérfræðing og háttsettan greinanda hjá CIA í tengslum við endurskoðunina. Þeir tóku báðir þátt í rannsókn stofnunarinnar á herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller komst að afdráttarlausri niðurstöðu um að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Ákærði hann meðal annars rússneskt fyirtæki og einstaklinga því tengda sem ráku leynilega áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Staðfesti Mueller þannig ályktun leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sem legið hefur fyrir í tvö ár. Trump hefur hins vegar staðfastlega neitað að taka undir mat leyniþjónustustofnana sinna. Forsetinn hefur jafnvel tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og sagst trúa neitunum hans umfram bandarískar leyniþjónustustofnanir.Órói innan CIA vegna endurskoðunarinnar CIA hóf svokallaða gagnnjósnarannsókn á forsetaframboði Trump þegar árið 2016 þegar hún fékk spurnir af grunsamlega tíðum samskiptum starfsmanna þess við Rússa. Barr hefur sagst vilja komast til botns í hvernig það kom til og hvort löggæsluyfirvöld hafi misnotað vald sitt. Endurskoðunin er sögð valda fulltrúum CIA áhyggjum og heilabrotum. Þó að endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sé ekki sakamálarannsókn furða þeir sig á því hvers vegna greiningarvinna leyniþjónustunnar sé undir endurskoðun saksóknara komin. Gina Haspel, forstjóri CIA, hefur sagt að stofnunin muni vinna með John H. Durham, alríkissaksóknara sem Barr dómsmálaráðherra fól að endurskoða Rússarannsóknina. Hún muni þó ekki veita upplýsingar sem geti stefnt heimildarmönnum, aðferðum eða sambandi við bandamenn í hættu. Þrátt fyrir að Mueller hafi í rannsókn sinni ekki talið sýnt fram á glæpsamlegt samráð á milli forsetaframboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda lýsti hann fjölda samskipta þeirra á milli í skýrslu sinni. Nokkrir starfsmenn framboðsins voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við Rússa, þar á meðal fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri og ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15