Erlent

Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu

Andri Eysteinsson skrifar
Frans páfi á góðri stundu í sumar.
Frans páfi á góðri stundu í sumar. AP/Alessandra Tarantino
Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. AP News greinir frá.

Þegar Páfi lét loks sjá sig í dag svaraði hann spurningum áhorfenda.

„Fyrir það fyrsta verð ég að biðjast afsökunar á seinkomu minni. Ég var fastur í lyftu í 25 mínútur,“ sagði Páfi í upphafi ávarps síns.

Talið er líklegt að rafmagnsvandræði hafi ollið því að lyftan stöðvaðist milli hæða. Frans þakkað að sjálfsögðu guði fyrir það að slökkvilið Vatíkansins hafi komið til bjargar og bað áheyrendur um að veita þeim lof í lófa fyrir vel unnin störf.

Hélt þá auglýst dagskrá áfram með predikun og blessun áður en páfi tilkynnti um 13 nýja Kardinála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×