Óskar Örn orðinn markahæsti leikmaður KR í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2019 21:58 Magnaður Óskar Örn Hauksson. vísir/bára Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hans sjöunda deildarmark í sumar og hans 63. fyrir KR í efstu deild. Enginn KR-ingur hefur skorað meira í efstu deild hér á landi en Ellert B. Schram gerði á sínum tíma 62 mörk fyrir félagið. Alls eru 12 ár síðan Óskar Örn, sem er nú fyrirliði liðsins, gekk til liðs við KR frá Grindavík. Það sumar skoraði hann tvö mörk fyrir félagið. Hans fyrsta mark kom í 1-1 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli þann 23. september. Síðan þá hefur hann skorað 62 til viðbótar og unnið þónokkra titla í leiðinni. Hann gæti svo bætt við titli en KR-ingar eru komnir langleiðina með að landa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Óskar að loknum 2-0 sigri á ÍA fyrr i kvöld.Einu skrefi nær takmarkinu... #allirsemeinn#vegferðinaðnr27pic.twitter.com/pAlztuJnXH — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 1, 2019 „Óskar er ótrúlega flottur leikmaður. Hann kom hingað ungur að árum en er nú orðinn að leiðtoga hjá félaginu. Hann hefur búinn til ákveðinn kúltúr í búningsklefanum í kringum styrktaræfingar og þess háttar.“ Óskar er af mörgum talinn sá leikmaður deildarinnar sem er í hvað bestu formi og Rúnar kom aðeins inn á það. „Uppáhalds blaðið hans er Men´s Health,“ sagði Rúnar og glotti við tönn. Hann gat þó ekki annað en hrósað Óskari. „Hann hugsar vel um sig og er sá leikmaður sem hugsar best um sig fyrir og eftir leiki. Það sama á við um æfingavikuna. Hann heldur sér í formi og er búinn að mennta sig í þeim efnum. Hann veit nákvæmlega hvernig á að vera í toppstandi og hefur blómstrað í sumar.“ „Það þarf bara að gefa honum frjálsar hendur og leyfa honum að gera það sem hann vill gera,“ sagði Rúnar að lokum en það er nokkuð ljóst Óskar Örn á fyrirliðabandið skilið og er frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins. Bæði innan sem utan vallar en enginn leikmaður hefur skorað meira en kantmaðurinn knái í sumar. Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hans sjöunda deildarmark í sumar og hans 63. fyrir KR í efstu deild. Enginn KR-ingur hefur skorað meira í efstu deild hér á landi en Ellert B. Schram gerði á sínum tíma 62 mörk fyrir félagið. Alls eru 12 ár síðan Óskar Örn, sem er nú fyrirliði liðsins, gekk til liðs við KR frá Grindavík. Það sumar skoraði hann tvö mörk fyrir félagið. Hans fyrsta mark kom í 1-1 jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli þann 23. september. Síðan þá hefur hann skorað 62 til viðbótar og unnið þónokkra titla í leiðinni. Hann gæti svo bætt við titli en KR-ingar eru komnir langleiðina með að landa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Óskar að loknum 2-0 sigri á ÍA fyrr i kvöld.Einu skrefi nær takmarkinu... #allirsemeinn#vegferðinaðnr27pic.twitter.com/pAlztuJnXH — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) September 1, 2019 „Óskar er ótrúlega flottur leikmaður. Hann kom hingað ungur að árum en er nú orðinn að leiðtoga hjá félaginu. Hann hefur búinn til ákveðinn kúltúr í búningsklefanum í kringum styrktaræfingar og þess háttar.“ Óskar er af mörgum talinn sá leikmaður deildarinnar sem er í hvað bestu formi og Rúnar kom aðeins inn á það. „Uppáhalds blaðið hans er Men´s Health,“ sagði Rúnar og glotti við tönn. Hann gat þó ekki annað en hrósað Óskari. „Hann hugsar vel um sig og er sá leikmaður sem hugsar best um sig fyrir og eftir leiki. Það sama á við um æfingavikuna. Hann heldur sér í formi og er búinn að mennta sig í þeim efnum. Hann veit nákvæmlega hvernig á að vera í toppstandi og hefur blómstrað í sumar.“ „Það þarf bara að gefa honum frjálsar hendur og leyfa honum að gera það sem hann vill gera,“ sagði Rúnar að lokum en það er nokkuð ljóst Óskar Örn á fyrirliðabandið skilið og er frábær fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins. Bæði innan sem utan vallar en enginn leikmaður hefur skorað meira en kantmaðurinn knái í sumar.
Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00 KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-0 | KR með níu fingur á bikarinn KR-ingar steig stórt skref í átt að 27. Íslandsmeistaratitlinum með sigri á Skagamönnum. 1. september 2019 20:00
KR getur orðið Íslandsmeistari í 27. sinn Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. september 2019 08:00