Magnað myndband af Mo Salah að halda bolta á lofti með fótalausum strák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 10:00 Mohamed Salah og Ali Turganbekov. Getty/Alex Caparros Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira