Magnað myndband af Mo Salah að halda bolta á lofti með fótalausum strák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 10:00 Mohamed Salah og Ali Turganbekov. Getty/Alex Caparros Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira