Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:13 Kjósi Johnson forsætisráðherra að senda þingið heim til að binda hendur þess gagnvart Brexit nyti hann stuðnings stórs hluta bresku þjóðarinnar. Vísir/EPA Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00